- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
87

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Apalhraun.

87

síðar skógarkjarr og graslendi. í hraunsprungum og
hraun-kötluin vaxa sumstaðar sjaldsénar plöntur, einkum
burkna-tegundir, brönugrös, fjögralaufasmári o. fl. Búðahraun,
Hafnarfjarðarhraun og hraunin við Reykjahlið eru alþekt
fyrir einkennilegan gróður1).

Yfirborð hrauna er mjög mismunandi eftir storknun og
rensli, séu hraunin ákaflega úfin og ófær fyrir menn og
skepnur, eru þau kölluð apalhraun, en séu þau
nokkurn-vegin slétt, en þá oftast mjög sprungin, heita þau
hellu-hraun. Apalhraun eru vanalega mjó en há og liggja oft
í hlykkjóttum görðum niður skörð eldfjalla eða út frá
eld-sprungum á láglendi, stundum liðast þau yfir gömul
hellu-hraun; þau eru þakin gjalli og grjótrusli, með óteljandi
oddum og nybbum, þar eru uppreistar steinskarir og
hraun-hellur hver ofan á annari og alt skrúfað saman einsog
jakar i á, sem brýtur af sér isinn á vordegi. Slík hraun
geta verið svo úfin, að þau mega heita ófær fyrir gangandi
mann, hinar einstöku hraunhellur, sem alla vega er tildrað
hverri ofan á aðra, eru léttar og holóttar. einsog skrápur
að utan með óteljandi nybbum og oddum og alt þetta
hrúga-tildur lætur undan og brotnar, þegar við það er komið.
Pegar slik apalhraun eru að renna, heyrist þaðan brakandi
og snarkandi ómur, þegar hinar kólnuðu hraunhellur
rekast á i sifellu, brotna og bráðna i eldleðjunni undir
hraunskaranum.

Flest hin stærri hraun eru he lluhraun, sem sumstaðar
geta verið marflöt einsog steingólf, en sumstaðar eru þau
brotin og með hólum og bylgjum einsog öldur á rúmsjó.
A hraunhellunum eru á yfirborði samtvinnuð steinreipi og
margsnúnir þræðir í löngum öldum og bogum, eftir renslinu,
og synir þetta rósaverk, hve seig eldleðjuskánin hefir verið,
þegar hún var að storkna. Oftast hefir skánin brotnað í
óteljandi, stórar hellur og skiftast þá stöðugt á lægðir og
hólar; svo er oft að sjá í hrauneyðimörkunum miklu á há-

’) Helgi Jónsson: Gróðrarsaga hraunanna á íslandi (Skírnir 1906,
bls. 150-163).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0099.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free