- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
91

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Surtshellir.

91

þeirra og verða að einum afhellir, dálitið inn í þessum
af-hellir er aílangur hringur af steinum og op á honum utan
og innan, þar halda menn að Hellismenn hafi sofið. enda
hefir smár sandur verið borinn þar á gólfið; i þessum hellir
er lika beinahrúga. Menn halda að hér hafi verið vigið,

r

sem nefnt er i Sturlungu, þar sem Urækja var meiddur;
hellirinn er þvi stundum kallaður Yígishellir. Ef gengið
er eftir aðalhellinum. fer enn eftir nokkra stund að koma
skima, þar kemur annað gatið. hérumbil 120 föðmum fyrir
sunnan hið fyrsta, og er þar jafn þverhnýpt niður. far
fyrir innan er hellirinn um stund þröngur og mjór og í
honum mikil urð, svo víkkar hann aftur og er þar frosin
tjörn og svo kemur þriðja gjáin, þar má komast upp og
niður. Par fyrir innan er insti hluti hellisins. Par er
mjótt og koldimt og viðast mikill halli niður á við. þar
er is á gólfinu og sumstaðar ískeilur og isklakkar úr gólfi
og lofti; eftir það þrengist hellirinn mjög og nálægt botni
er varða, sem Eggert og Bjarni bygðu; þar fyrir innan
fyllist hellirinn af urðum, svo ekki er hægt að komast
lengra. en verið getur að hellirinn sé lengri. Alstaðar i
Surtshellir er sifeldur leki, mjög kaldranalegt og úvistlegt.
Þar sem hellirinn liggur. er hraunið að ofan þvinær alveg
flatt og ber þess engin merki. að þar sé hellir undir. Hæð
hellisins sýnir, hve ákaflega þykt hraunið hlýtur að vera,
ofan á honum liggur, þar sem hæst er undir loft, 1—VI2
mannhæð af grjóti, og miklu meira er sjálfsagt undir
hell-inum, niður að bergi þvi, sem hraunið hvilir á. Til eru á
Islandi, i ýmsum hraunum, fjölda margir aðrir hellar, með
ýmislegri stærð og gerð; sumir þeirra eru gleraðir innan og
hanga margvislega lagaðir hraundrönglar niður úr lofti þeirra.
Allir eru þeir minni en Surtshellir; hér er ekki þörf á, eða
rúm til að telja þá. Af því óteljandi gjótur og smugur eru
í helluhraunum, þá eru þau uppáhalds aðsetur refa.
sér-staklega liggi þau nærri einhverjum matföngum,
fuglabjörg-um, afréttarfé eða íiskfangi við sjó af brimrotuðum fiski og
þesskonar; hvergi er þó annar eins urmull refa i
hellu-hraunum einsog á Reykjanesskaga.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free