- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
92

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

92 Hi aun.

Auk hiuua óteljandi reglulausu bresta og sprungna í
allar áttir, sem kubbað hafa skán helluhrauna sundur i
smá-stykki, eru til margar aðrar sprungur í hraunum, miklu
stórgerðari, sem ganga i vissar stefnur, hafa annan uppruna
og fylgja öðrum lögum. Sprungur þessar eru vanalega
kall-aðar gjár, þegar þær eru opnar og hafa myndast við sig
hrauna eða þá af sigi landspildu þeirrar, er hraunin hvíla á.
Fylgja þær vanalega hinum sömu stefnum einsog brestir
þeir i jarðarskorpu, sem eldfjöll og gigaraðir standa á; ganga
þær á Suðurlandi frá SV. til NA., en á Norðurlandi frá
suðri til norðurs hérumbil. Sprungur þessar eru þvi
ná-skyldar gossprungum, hafa landskjálftar verið myndun þeirra
samfara og þær gætu gosið, ef þær næðu niður i iður jarðar.
Alþektastar eru Almannagjá og Hrafnagjá hjá Pingvöllum,
þar hafa hraunin upp af Pingvallavatni, á stóru svæði, sigið
milli gjánna; af því leiðir, að vesturveggur Almannagjár og
austurveggur Hrafnagjár eru hærri, þar sem landið hefir
sigið milli þeirra. Vesturveggurinn á Almannagjá er 80—
120 feta hár, en hinn eystri, sem sigið hefir, er aðeins 30—
50 fet, á börmum Hrafnagjár er minni munur; milli þessara
aðalgjáa er fjöldi af smágjám og eru Flosagjá og
Nikulás-argjá alkunnastar, beggja megin við Lögberg; i gjám
þess-um er viða tært og kalt vatn. Viða um land eru svipaðar
gjár, helzt i hraunum, en þó lika sumstaðar utan hrauna.
Stærstu gjárnar eru i Odáðahrauni, einkum fyrir sunnan og
austan Ketildyngju, eru hinar lengstu 2—3 milur á lengd
og eins stórar eða stærri en Almannagjá. Pá er fjöldi af gjám
á Mývatnsöræfum, i Kelduhverfi, á Reykjaheiði. við Mývatn
og á Reykjanesskaga, eru sumar mila á lengd eða meir.
Allviða er i þessum héruðum land á stóru svæði klofið
sundur af gjám i ótal jafnhliða ræmur og eru gjáhamrarnir
þá oft misháir, sumstaðar eru gjárnar opnar og gapandi,
sumstaðar hefir landið aðeins sigið á misvixl, án þess nokkur
opin sprunga sjáist. Þá sjást langir veggir i sömu átt með
smáhlykkjum og er þá annar sprungubarmurinn sokkinn og
vanalega landspilda milli tveggja eða fieiri. Hinar opnu
sprungur eru sumstaðar gapandi á köflum, en sumstaðar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free