- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
93

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gjár og hraunkatlar.

93

fallnar saman, myrkur er þar oftast, er menn líta niður í
þær, en sumstaðar er i þeim vatn eða snjór; margar gjár
eru afardjúpar. Par sem móar eru á hraununum, sést oft
ekki sjálf gjáin. nema sem sléttari mön með ljósgrænum
gróðri, og eru sumstaðar dældir grasgrónar i röð eftir
sprungustefnunni eða djúpir pyttir. fað er oft hættulegt
að riða eftir þessum rákum, þvi hesturinn getur dottið i
huldar sprungur og pytt.i; gjár þessar eru og hættulegar
fyrir fé og mjög viðsjálar fyrir menn i vetrarferðum, þegar
skeflir yfir þær. Stundum eru margar gjár i hraunlausum
fjallshlíðum, sem hafa kubbast sundur við landsig, og sigið
stall af stalli, eru sjálfar sprungurnar þá oft grasgrónar.

W. S. v. Waltershiinsen.

75. mynd. Tintron á Lyngdalsheiði.
Hraunketill (hornito).

A islenzkum hraunum eru aukagigir og
hraun-katlar (hornitos) algengir. Slíkir smágigir hópa sig oft
saman á litlu svæði svo tugum skiftir og jafnvel
hundruð-um. Hraunkatlar þessir standa reglulaust á hraununum. en
gosgigir raða sér oftast i vissar stefnur, eftir brestum i
jarðarskorpunni. Pessir aukagígir eru i raun réttri engir
gígir, þó þeir hafi gíglögun, þeir standa ekki í sambandi
við innri hluta jarðar, en hafa undir sérstökum
kringum-stæðum myndast á hraununum sjálfum og hafa hita og afl
eingöngu úr þeim. Par sem mikið hraun rennur út i mýri
eða vatn, sýgur hraunið i sig svo mikla vatnsgufu, svo þar
fer að gjósa og geta gos þau staðið all-lengi, ef hraunið er
þykt. t*egar hraunið kólnar, eru þá eftir á þvi hópar af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0105.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free