- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
95

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hraunrensli.

95

að brenna í hraunum fyrir norðan og austan Reykjahlið. sem
myndast höfðu árinu áður. Var í fyrstu líkast því, að
eld-urinn færi undir jörð og hraun og ólgaði öllu upp, einsog
þegar undir suðu er komið i þykkasta grautarkatli, þar til
hér og hvar rak upp ógnagusur hátt í loft af bræddu.
gló-andi hrauni. Sumstaðar gaus upp grjótkasti og stöðugum
loga. þar til alt flaut af stað sem brætt og blossandi
kopar-flóð; kæmi það þá í vatn, brann vatnið að sjá sem olia. en
silungur allur dó. Hafði flóð þetta hæga og sigandi rás. en
bræddi alt hvað fyrir varð á augabragði A daginn logaði
alt hraunið með bláleitum brennisteinsloga, þar sem til sást
fyrir kolsvörtum mekki, en á nóttunni var sem alt plássið
stæði i ljósum loga niður við jörðina, en upp i loftið og á
skyin sló rauðum glampa, og þess á milli afarháum
eldgus-um, er hvorttveggja mátti sjá viða úr héruðum langt i
burtu. Hvar sem dró i dæld nokkra og hraunrenslið
stöðv-aðist, skændi það að ofan ’einsog heita mjólk, varð skán sú
eða börkur að vörmu spori svartur og viða einsog tveggja
feta þykkur. Þegar full var orðin dældin eða rensli kom á
ný, sprakk skorpan i ótal stykki. og var þá likt að sjá,
eins-og þegar stórvatn ryður sig með isjakagangi í leysingum.
Stundum rennur eða fjarar undan, svo þá myndast
ýmis-legar holur og hellar og eru hliðarveggir og rjáfur gleruð
með dropatöppum og margskonar fögru myndasmiði. Þegar
þá alt stanzar og eldflóðið hefur meira og minna undan
fjarað, storknar það að siðustu og verður þá sem snotrasta
steingólf. A mörgum stöðum uppkomu nú smærri eldvörp
eða borgir i hrauninu sjálfu, sem á eftir verða sem uppmjó,
stærri og smærri fjárbyrgi, kringlótt i lögun, hol innan og
gleruð, með allra handa myndum og sléttu steingólfi að
neðan og dyrum á sumum einhverstaðar út úr sér, sem
hraunflóðið hafði útrás um lengi vel. Meðan brann,
blossaði uppúr þeim stöðugur logi og spýttust glóandi klessur

hezt lýst gosunum við Mývatn 1724 — 17,30, og nuk þess liai’a ýnisir
aðrir ritað dAlitið um þau; Sveinn Pálsson hefir síðar fært frásögurnar
saman í eina heild og hór er farið eftir ritgjörð hans.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free