- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
97

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rensli hrauna.

97

mátti hesta af, ok af brennisteini«. Hvítasaltið hefir líklega
verið salmíak.

Sjaldan hafa menn mælt hraða hrauna, er þau runnu;
íiest fara hægt, en þó er mikill munur á hraðanum.
Heklu-hraunið 1845 fór sér hægt. oftast 200 faðma á sólarhring.
þegar það fór harðast 300 faðma. Skaftárhraunin runnu
aftur miklu harðar, á dögunum 19. til 23. júní 1783 rann
ein hraunálman niður farveg Melkvíslar, um mjög hallalítið
land eða nærri marflatt og fór þá milu á hverjum
sólar-hring. Par sem hraunin renna niður brettu, fara þau
eðli-lega hart, en efnið er vanalega svo seigt, að hraunið helzt
samanhangandi, þó brettan sé 30° eða jafnvel nokkuð meiri:
sé hallinn um 40°, slitnar hraunið vanalega sundur. Hraun-

r

fossar eru mjög algengir á Islandi, en einna mestir eru þeir
i Selvogi. !>ar hafa hraun úr Brennisteinsfjöllum fallið
niður 800 feta háa hamrahlið. Hraunfossarnir eru fjórir,
tveir hjá Stakkavik og tveir hjá Herdísarvik. Hraun það,
sem fallið hefir niður hjá Stakkavik, er eldra en það, sem
runnið hefir niður hjá Herdisarvik. Herdisarvikurhraunið
hefir runnið í tveim bunum niður af fjallinu; þar sem
hraun-leðjan hetir fallið fram af þverhnýptum hömrum, hefir hún
eigi getað tollað samanhangandi i hliðinni, svo er i eystra
fossinum. I sjálfri hliðinni eru utan i klettunum langar
hraunslettur og hraunhrúgur fyrir neðan; sumstaðar hafa
þó kvislast mjóir hraunlækir niður milli hamranna Hallinn
á þessum fossi er 30° eða meira, en vestari fossinn er
sam-anhangandi buna og miklu stærri en hinn, en þar er hallinn
minni (25°). Pá er hraunfoss í Þurrárhrauni i Yatnsskarði,
upp af Ölfusi, 450 fet á hæð og hallinn 24—30°; ennfremur
eru hraunfossar i Grindaskörðum og viðar. Hinir brattari
hraunfossar eru mestmegnis samsettir af margvislega
löguð-um hraundrönglum, gjalli og hraunpípum. sem eldleðjan
hefir runnið um niður á flatlendi.

Oft hafa hraun runnið eftir sléttum, þar sem svo að
segja enginn halli er, og margar hraunbreiður Hkjast
til-sýndar svörtum stöðuvötnum; hraunin hljóta að hafa verið
svo vel brædd, að þau hafa runnið nærri þvi einsog vatn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0109.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free