- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
100

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

100 Eldgos.

ösku, einsog t. d. Askja 1875, en það var mjög ljósleit og
létt liparitaska, ólik vanalegri islenzkri eldfjallaösku. Pó
nú einstök eldfjöll og gígaraðir gjósi hrauni mestmegnis,
þá má óhætt fullyrða, að þriðji eða fjórði hluti þess, sem
upp kemur, muni vera gjall og aska.

Eldgosin byrja oft með hvellum og skruðningi
neðan-jarðar, dunum og dynkjum. sem stundum heyrast um
mik-inn hluta þessa lands, þannig hafa drunurnar heyrst norður
um land, er Hekla hefir gosið, og dýnkirnir af Kötlugosum
vestur um Borgarfjörð og viðar. Pvinæst gjöra gosin vart
við sig i fjarlægum héruðum með mistri og öskufalli, og
stundum með megnri brennisteinsfýlu. Oskusúlan, sem brýzt
upp úr eldfjöllum. er oft afar há. Hinn 21. april 1766, var
öskusúla Heklu mæld og var hún þá 16000 fet, þó var hún
stundum i þvi gosi miklu hærri; hinn 9. nóvember 1845 og
5. febrúar 1846 mældi Björn Gunnlaugsson öskustólpana,
sem voru þá 11,580 og 13,926 fet yfir Heklutind. Stundum
kastast glóandi hraunmolar langt úr fjöllunum, við
Heklu-gosið 1510 féll steinn i Skálholti, svo maður rotaðist fyrir
karldyram, margir steinar féllu þá um Holt og Rangárvelli,
og i Odda komu þrir steinar. I byrjun Heklugossins 1766
var eldgangurinn mjög ákafur, vikursteinar, þrjár álnir að
ummáli, köstuðust tvær milur frá fjallinu, hjá Næfurholti
féll 7^/a punds þungur brunasteinn svo djúpt i freðna jörð,
að það varð að ná honum upp með járnkarli; þriggja og
fjögra punda hraunsteinar köstuðust þrjár milur og
vikur-moli hnefastór féll á Yiðivöllum í Skagafirði, 22 milur frá
Heklu. Hinn 29. júlí 1783 kom ein eldstrokan úr gigunum
nærri Skaftárgljúfri. þá rigndi glóandi steinum yfir
Fljóts-hverfi i 3—4 mílna fjarska og hinn 26. júni s. á. rigndi
gló-andi vikrum á Þórsmörk, 12 milur frá uppvarpinu. Hinn
14. október 1845 þeytti Hekla hraun- og vikursteinum nærri
1600 faðma í loft upp.

Hin smágjörða aska berst i fjarlæg héruð og til annara
landa og henni rignir oft á skip i hafi. F’að dust, sem
stundum fellur á skip nærri Tslandi, er þó eigi altaf ný aska,
j>að getur stundum verið móbergsdust, sem vindar hafa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free