- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
101

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gjall og aska.

101

þyrlað á haf úfc, úr roksanclshéruðum íslands. Yið
Kötlu-gosið 1625 barst askan til Bergen i Noregi og við
Oskju-gosið 29. marz 1875 barst vikuraska á 11 stundum og 40
min. til vesturstrandar Noregs og til Stokkhólms þaðan á
10 stundum. f’annig fór askan yfir 250 milur á 21 st. 40
min. Smágjör aska hefir einnig fyrrum borist við önnur
gos frá Islandi til Skotlands1) og jafnvel til Hollands og
Pýzkalands. Eldfjallaaska og vikurfall hefir einsog
kunn-ugt er oft gjört afarmikið tjón á Islandi, svo menn hafa i
stórum sveitum orðið að vfirgefa jarðir sinar og sumar
hafa eyðst með öllu. Hin svarta blágrytisaska er þung og
gjörir meira mein heldur en hin ljósa vikuraska, sem berst
fljótar burt með vatni, af regni eða við áveitur, en hin
þyngri aska verður föst i rótinni. Oskulögin hverfa smátt
og smátt i jörðu, jarðvegurinn vex yfir þau. Oskulög sjást
viðast um land i mógröfum, þó mismunandi mörg og þykk
eftir fjarlægðinni frá hinum stærri eldstöðvum; í fiestum
þessum öskulögum er dökk blágrytisaska, en sumstaðar eru
þó ljósleitari lög af liparitösku, en þesskonar gos hafa þó
verið miklu óalgengari.

Oft er vindstaðan svo, sem betur fer, meðan á gosum
stendur, að mökkinn leggur yfir jökla og öræfi, svo hann
gerir litinn skaða eða engan, stundum skemmast afréttir og
beitarlönd, en sjaldnar sveitir, og kemur það nokkuð af þvi,
að flest hin stóru eldfjöll hafa þegar i öndverðu skapað
stórar auðnir i kringum sig, svo stórkostleg eyðilegging
sjaldnar nær til bygða, þó það, þvi miður, stundum komi
fyrir. Oskufallið getur þó um stund gjört hið mesta tjón i
fjarlægum héruðum, þó ekki eyði það bygðir algjörlega, þá
tekur fyrir haga og heyskap og fénaður sýkist margvislega,
einkum fær fénaður munnveiki þá af sandinum. sem kölluð
er gaddur, þá kemur ofvöxtur í tennurnar, svo féð gefcur

’) Við Skaftárgosin 1783 féll svo mikil aska á Ivatanesi í
Skot-landi að uppskeran eyddist, menn minnast þar enn |>essa öskufalls og
kalla það ár „the year of the ashie" (A. Geikie: Text-book of
Geo-logy. 3. ed. London 1893, bls. 217).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0113.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free