- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
103

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gjall og aska.

103

bil var á milli, á eldingum og þrumum, svo alt fanst
skjálfa við. Loftið var hlaðið rafurmagni, svo að logaði á
stafabroddum, sem upp var snúið, stundum og á höndum
manna, er menn réttu fingur upp. Dunreiðarnar voru svo
miklar, að það var sem hvellur tæki við af hvell yfir þveran
himininn. Alls var það 4 stundir, sem ljós varð að hafa i
Pingmúla, og vikuröskulagið varð þar á hólum rúmlega lx/2
þuml. á þykt, á Fljótsdalshéraði innan til 2 þuml., á
Efri-Jökuldal 4 til 8 þuml. A Jökuldal var askan glóðheit, er
niður kom og margir vikurmolar hnefastórir, en sumir
stærri.1)

í>ó aska og sandur frá ýmsum gosum hafi dreifst um
mikinn hluta Islands, þá er mjög örðugt að ætlast á um
það, hve mikilli ösku og vikri eldfjöllin hafa spúið við hvert
gos. Nærri Skaftárgigunum (1783) er vikurlagið enn á
hól-um að meðaltali 10—15 fet á þykt og hraunkúlur og
hraun-klessur á við og dreif ofan á, en í lægðum er vikurinn
all-víða 30—40 fet á þykt. Vikrarnir frá Kötlugosinu 1860 eru
næst jökli 60—100 fet á þykt. Eftir áætlun hafa
Skaftár-gigir 1783 gosið úr sér 100 þúsund milliónum teningsfeta
af ösku og vikri og menn halda að Askja 1875 á 10
stund-um hafi dreift nærri 4 þúsund milliónum tunna af
vikur-ösku yfir Austurland. Ollum ókjörum af svörtum vikri
hefir Katla spúið úr sér, Mýrdalssandur og sandarnir á
Fjallabaksvegi eru að miklu ley^ti svartir vikrar, og i
Skaftár-tungu og á Siðu eru 4—5 vikurlög ofan til i jarðvegi,
lik-lega öll frá Kötlu. Við Öskjugosið 1875 eyddust á
Jökul-dal og heiðinni 17 bæir, en 8 árum siðar voru 12 þeirra
aftur bygðir og á túnum hafði viða myndast l^/g—2 þuml.
af grassverði ofan á vikrinum, en i úthögum lá askan enn
ofan á, þar sem vatn hafði ekki skolað henni niður í lautir;
vikur þessi var léttur liparítvikur og skemdi þvi ekki eins
mikið.

’) Norðanfari XIV. 1875, bls. 59. Um vikurfallið á Jökuldal heli
eg látið prenta ítarlega skýrslu í Andvara XI, 1885, bls. 69—71. Sbr.
Andvari IX, 1883, bls. 37-39.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0115.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free