- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
104

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

104

Eldgos.

Mestalt gosgrjót á íslandi er blágrýtiskent og því er
langmestur hluti gjalls og ösku a! sama tagi. Steinkúlur
(bombur) eru mjög algengar við islenzk eldfjöll einsog
annarstaðar, sumar eru hnattmyndaðar, aðrar aflangar. sumar
flatvaxnar; þetta eru steindropar, sem þyrlast hafa i loft
upp og siðan fallið niður, kólnaðir eða hálfkólnaðir. Askan
er samsett af glerögnum, örsmáum krystöllum og
krystalla-brotum, og stundum eru einstöku stórir krystallar innanum.
I Oskjuvikrinum, austur af Dyngjufjöllum, eru oft agnir og
slettur af bláhvítu gleri, sem likist postulini, það munu vera
leifar af skán þeirri á eldleðju gigsins, sem harðnaði
fljót-lega og tvístraðist siðan. I gosi þessu (1875) dreifðist og
viða um Fjallasveit og Möðrudalsöræfi mikið af glerþráð-

um, er líktust hrosshári og voru alt að þvi alin á lengd.

t

I Skaftárgosinu 1783 féllu einnig úr lofti svipuð glerhár,
smá og stór, oft i hringjum, flóka eða flygsum, sem liktust
ull. Grosunum fylgir oft hin megnasta brennisteinsfýla, sem
berst með vindinum til fjarlægra hóraða og oft eru sýrur i
öskunni. Yið Skaftárgosin 1783 var askan svo súr, að hún
brendi göt á njólablöð og svarta bletti á ullina á kindum,
og klaufir sauðfjár urðu gular af henni. Pegar rigningar
komu, gjörðu þær óþolandi sviða i augum og á beru hör-

r

undi manna og svima i höfði. Urkoma var þá öll blandin
sandi og brennisteinskendri ösku, svo jörð varð þakin
bleksvartri leðju og vatn varð fúlt og ódrekkandi
Hagl-hriðar komu þá stundum miklar, með kornum, sem voru á
stærð við titlingsegg. Við flest eldgos gengur mikið á með
þrumum og eldingum og viða má á eldfjöllum sjá gleraðar
pipur þvers i gegnum kletta, þar sem eldingunum hefir slegið
niður. Öskudustið komst 1783 háfct upp í gufuhvolf og
orsakaðist af því óvanalegur roði á lofti við sólarlag og
sólaruppkomu, eigi aðeins á íslandi, heldur einnig viðsvegar
um Norðurálfu.1)

’) F. Traumuller: Die trockenen Nebel, Dammerungen und
vul-kanischen Ausbriiche des Jahres 1788 (Meteorologische Zeitschrift.
M&rz -April 1885, bls. 138-140).

Alþekt bók og fræg á Englandi er „The Natural History of Sel-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free