- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
107

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hrafhtinnuhraun.

107

gíglögim á henni, hún er á að gizka 4—500 fet á breidd
og 2—300 fet á dýpt, þar er rautt gjall á börmunum;
hraunið sjálft er hrafntinnukent með vikurfroðu.

Laugahraun er minst, en þykkast, það er i
tung-unni milli Jökulgils og Námskvislar; hraun þetta er mjög
einkennilegt og tilsýndar einsog há steinkolahrúga. Undan
hinni háu hraunrönd koma margar heitar uppsprettur.
Laugahraun er mjög þykt, liklega um 150 fet að meðaltali,
og ákaflega úfið. Aðalefni hraunsins er liparit, blágrátt,
rauðgrátt og móleitt, en hrafntinna er ofan á. Grjótið klýfst
í stórar ílögur, uppstandandi, en þó bognar, svo bungan
snýr út að hraunröndinni; hraunið er ákaflega umturnað og
sundursprungið i eintóma kamba. Par sem hraunið kemur
niður úr hliðinni, er stór hvilft full af sjóðandi
brennisteins-holum og stendur þaðan digur gufustrókur, sem sést
langt að.1)

Fyrir sunnan þessi hraun, við uppsprettur Markarfljóts,
sunnan og vestan við Torfajökul, er langstærsta
liparít-hraunið og heitir H r a f n t i n n u h r a u n. Uppsprettukvislir
Markarfljóts hafa grafið sér djúpa farvegi gegnum hraun
þetta, og þar sést hin innri bygging vel. Hamrarnir fram
með fljótinu eru 40—50 fet á hæð og er aðalefni þeirra
ljósgrátt eða rauðgrátt líparit, þar ofan á er 5—10 feta þykk
hrafntinna og efst 2—3 feta vikurlag, gulgrátt, einsog froða
á yfirborðinu. Þessi þrjú efni hraunsins smábreytast hvert
i annað, svo hvergi eru nákvæm takmörk á milli. I
líparit-inu sjást bönd af smáblöðrum, sem ganga i bylgjum upp og
niður; steinninn klýfst eftir þessum blöðrurákum. Pegar
dregur upp undir hrafntinnuna, eru oft á vixl þunn lög af
hrafntinnu og lipariti: i hrafntinnunni eru lika- blöðrurákir
og efst vikur- og hrafntinnubönd á vixl. Jarðhiti er hér
mikill og koma reykir mjög viða upp úr sandinum, bæði

’) Efni hrauna þessara er mjug merkilegt í vísindalegu tilliti.
Steinasöfn mín úr liraunum þessum rannsakaði H.Bdckström ogritaði
um þau doctorsdispiitatiu: Beitn’ige zur Kenntniss der islandischen
Liparite. Inaugural-Dissertation. Heidelberg 1892, 8o.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free