- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
108

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

108

Eldgos.

við farveg fijótsins og i hliðarskorum. Hvar upptök hrauns
þessa eru, hefir ekki enn verið kannað.1)

Einsog áður var ádrepið hafa ýms eldfjöll fyr og síðar
gosið liparitvikri milli basaltgosanna, þó það hafi sjaldan
viljað til, siðan land bygðist, hefir það eflaust alloft borið
við á fyrri tímum, bæði fyrir isöld, á isöld og siðar. I
Snæfellsjökli, Snæfelli og Oræfajökli eru innskotslög og
brikur af lipariti og kringum þessi fjöll, bæði ofan á og
undir jökulurðum, er allmikið af hvitum vikri. Þess má
enn-fremur geta, að sumstaðar virðast liparitgos hafa komið á
undarlegan og einkennilegan hátt, að mörgu leyti ólik
öðr-um gosum á Islandi, en svipuð fyrirbrigði hafa komið i ljós
annarstaðar i fjarlægum eldfjallalöndum, einkum á eynni
Java.2) I liparitfjöllum á lslandi eru sumstaðar stórar
gig-myndaðar skálar og niður úr þeim afarmiklir skriðustraumar
af hornóttu stórgrýti, sem alt er líparit, og steinarnir
stund-um hálfbráðnir að utan. Slikar gigskálar eru t. d. i
Hvít-serk. við Húsavík eystra, í Skúmhetti, við Loðmundarfjörð,
i Drápuhliðarfjalli og víðar. I Loðmundarfirði er hið
lang-stærsta skriðuhraun af þessu tagi. Hraun þetta liggur út
frá skál við fjallið Skúmhött, þvers yfir mynni Hraundals
og Bárðarstaðadals; þar eru ógurlega úfnir garðar og hryggir,
hólar og bungur af stórgrýtisurðum. Pað hefir verið ætlun
manna, að urðir þessar væru ógurleg skriða, sem runnið
hefði úr fjallinu, eða hlaup, en þó hinn mesti landskjálfti
hefði rifið sundur fjallið, hefði slik ódæmi af grjóti ekki

’) J. C. Schythe lýsir hrauninu í bók sinni, „Hekla og dens sidste
Udbrud". Kjebenbavn 1847, bls. 133—140.

Arið 1823 gaus tracbyt-eldljallið Galungung á Java. Með
ógur-legnm drunurn og gufumökkum veltist |>á út úr fjallinu ódæmi af
hornóttum trachytbjörgum og leðju (trachyt er bergtegund náskyld
líparíti og líparít var fyrrum oftast kallað trachyt). Undir þessari
ógurlegu skriðu varð þéttbygð slétta og fjögur þúsund manna t.ýjidu
lífi. Síðan er sléttan þakin 30—50 feta j>ykkum stórgrýtisurðum; í
fjallinu fyrir ofan myndaðist 2000 feta djúp skál eða dalur, sem allar
þessar urðir ruddust úr. Svipað gos kom úr fjallinu Papandayaug á
Java 1772. Fr. Junghuhn: Topographische und naturwissenschaftliche
Reisen durch Java. Magdeburg 1845, bls. 214-224, 204, 206, 209.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0120.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free