- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
112

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

112

EldfjölL.

sama gosvegi. Milli jöknls og Lóns eru Purkhólar, nokkru
norðar er rauð gigahrúga, sem heitir Hólahólar og
suð-vestan við Hreggnasa eru fjórir gígir, sem heita
Rauð-hólar; stærsti gigahópurinn er þó Neshólar, þaðan eru
hraun þau runnin, sem þekja Öndverðarnes. gigir þessir eru
7 eða 8 að tölu og einn þeirra heitir Yatnshóll, af því
pollur er í honum. Sérstakur gigur fyrir suðvestan
Gufu-skála heitir Lynghóll.

Hraunin frá jöklinum hefjast þegar fyrir vestan
Breiðu-vik, þar heitir Hnausahraun, það er gamalt og grasgi’óið
og hefir komið i breiðum fossi niður hlíðina fyrir vestan
Kambsskarð, en undir því er isnúið hraun Hjá Stapafelli
hefir ákaflega úfið apalhraun runnið niður af Jökulhálsi og
klvfst um fellið, álmurnar ná báðar út í sjó, önnur við
Stapa, hin við Hellna. brimið hefir brotið hraunendann hjá
Hellnum og myndað Baðstofutellir i Yalasnös. Undir
apal-hrauninu hjá Stapa er þykt, gamalt helluhraun og í hinum
háu hraunhömrum við sjóinn eru hinir alþektu Stapahellrar
(I, bls. 63—64). Hjá Laugabrekku er isnúið blágrýtishraun
og eru þau sjaldséð á Islandi, hin isnúnu hraun eru annars
nærri altaf úr grágrýti. Fyrir utan Dagverðará taka svört
og gróðrarlítil hraunflóð yfir alt uudirlendi. norður undir
Ingjaldshól; þar eru Svörtuloft, hraunhamrar miklir, að sjó,
sunnan við (Jndverðarnes, og sumstaðar hefir brimið myndað
stóra hellra i hraunröndina, einsog t. d. Tröllakirkju við
Dritvik. Meginið af þessum hraunum eru helluhraun, en
ofan á þeim eru margir garðar og kvislir af nýrri
apal-hraunum, og nyrzt af þeim er Prestahraun, sem runnið
hefir niður milli Hreggnasa og Skálar. Yzti hluti nessins,
sem ber Snæfellsjökul, virðist hafa sigið, svo
blágrýtisundir-lagið, sem alstaðar annarstaðar er sýnilegt á Snæfellsnesi,
er komið niður fyrir sævarmál; á mararbotni, norður af
Jökli, hefir . einnig orðið landsig mikið, er Kolluáll
mynd-aðist (I, bls. 87).

r

Ur sjálfum Snæfellsnesfjallgarði og fram með honum
hafa viða komið hraunspýjur, en allar eru þær smáar, og
enn eru eldvörp þar mjög litið rannsökuð. Sunnan við fjall-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0124.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free