- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
122

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

122

EldfjölL.

fellið. Upptök þessa hrauns sjást eigi, þau liggja undir
jökli.

Hraun og’ eldfjöll á Reykjanesskaga. A Reykjanesi
er urmull eldvarpa, sem gosið hafa miklum hraunum, sem
taka nærri yfir allan skagann og þekja nálægt 30 ferh.
mílur; enginn útskagi á Tslandi er jafneldbrunninn einsog
þessi, þó eldfjöllin séu þar engin stór, þá eru uppvörpin
mörg, taldir hafa verið yfir 700 eldgigir á Reykjanesi, en
þeir eru efiaust fleiri. Það má sameina þá i 26 gosstaði
eða eldfjöll, sem eru mjög misstór og er oft mjög efasamt,
hvernig á að flokka gigana niður, þvi viða virðist hver
eld-rásin gripa yfir i hina. Eldfjallasvæði R,eykjaness teljum
vér hér að nái austur að Sogi og suðurhluta Þingvallavatns,
og norður að Mosfellssveit.

Við suðvesturhornið á Pingvallavatni eru mikil hraun,
hjá Nesjavöllum og Hagavik. Áustan undir
Dyrfjöll-um, sem ganga norður úr Hengli, er eldgigaröð, með stefnu
N 40° A., hafa gigirnir myndast á stórri sprungu, sem gengur
upp i Hengil. Hæsti gigurinn er 312 fet á hæð j^fir
Ping-vallavatn, en syðst hefir gjáin gosið hrauni, án þess gígir
hafi myndast og hefir hraunið runnið i fossum niður
hlið-ina; i sömu stefnu, til suðvesturs, eru brennisteinshverir i
gili uppi i Hengli og eru liklega uppúr áframhaldi sömu
sprungunnar. Dalurinn fyrir austan Dyrfjöll, hjá
Nesja-völlum, er fullur af hrauni og er það slétt að sunnan en
ósléttara að norðan; við Hagavik er sérstakur gigur með
vatni i, 70 feta hár. Hraunið hefir hjá Hagavik runnið út
i Pingvallavatn og nær langt út á vatnsbotninn. Halli
hraunsins frá Nesjavöllum niður að vatni erl°59’. Nokkru
sunnar hefir dálítil hraunspýja komið niður úr Lakatindi,
við norðurjaðar Olkelduháls. Bæði í þeim hálsi
ogiHengl-inum eru jarðhitar miklir, brennisteins- og gufuhverir, og
eru það líklega eftirköst gosa þeirra, sem hér hafa orðið
til forna. Hátt uppi í Hengli. i Innstadal, er lika lítið
hraun, 1444 fet yfir sjó, en óljóst er úr hvaða uppvarpi það
er komið.

Fram með Elliðaám, nærri Reykjavik, er hraun, einsog

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0134.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free