- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
123

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Reykjanesskagi.

128

kunnugt er, og nær upp að Elliðavatni, þar er gígahrúga,
sem heitir Rauðhólar. Ut á Alftanes hefir allstór
hraun-spýja runnið. sem heitir Garðahraun (eða
Hafnarfjarðar-hraun), það er fremur hátt hraun og i því margir katlar
með töluverðum gróðri. hraun þetta hefir komið úr stórum
gig norður af Helgafelli, nærri Kaldárseli. Gigur þessi
hefir myndast á sprungu, sem gengur frá norðaustri til
suð-vesturs og stefnir á Trölladvngju, og margar sprungur eru
þar fieiri i nánd jafnhliða, og hafa landræmur sokkið á
milli. Gigurinn er 194 fet á hæð og hérumbil 200 faðmar
að ummáli á barmi og bollinn mjög djúpur, hann er
sam-settur af hraunkleprum og rauðu og svörtu gjalli og frá
honum miklar og krókóttar hrauntraðir, 30—60 fet á dýpt.
Landspildan fyrir vestan giginn með tröðum og hrauni, og
liklega gigurinn sjálfur, hafa sigið eftir gosið, svo
aðal-hraunið er nú hærra en uppvarpið. Garðahraun kvislast
milli grágrýtisása fyrir ofan Hafnarfjörð niður á Alftanes
ofanvert.

Suður af Lækjarbotnum, Elliðavatni og Hvaleyri er
alt láglendi þakið hraunum, sem einstöku grágrýtisásar og
móbergshnúskai’ standa uppúr; má heita að hraunstraumar
hafi komið niður úr hverju skarði á fjallgarðinum og viða
úr smágígum á láglendi. Skulum vér þá fyrst nefna hraun
þau, sem liggja norðan við fjallgarðinn, og byrja austur við
Hengil. Vestan og norðan við Kolviðarhól er hið alkunna
Svinahraun, það hefur komið úr gig milli Ólafsskarðs og
Lambafells, 11 —1200 fet yfir sævarmáli, og fossað svo niður
á sléttuna. Fyrir neðan Bláfjöll og Grindaskörð er
saman-hangandi hraunhaf frá ásunum upp af Hafnarfirði og að
Lækjarbotnum, og standa aðeins fáir móbergshnúkar uppúr
þeim (Helgafell, Valahnúkur, Húsfell). hafa hraun þessi
komið úi’ mörgum stórum gigum uppi á brúnum við
Kongs-fell hjá Bláfjöilum, við Kerlingarskarð og
Grinda-skörð og runnið niður hlíðarnar i mörgum fossum, mynda
hraunin bungur upp að fjöllunum, vaxnar grámosa, viða eru
þar helluhraun, en apall þó lika innanum; hraun þessi eru
misgömul, komin fram við mörg gos, þó liklega öll fyrir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0135.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free