- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
125

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Trölladyngja á Reykjanesi.

125

gígunum. að þeir eru einsog gleraðir pottar með sivölum,
sléttum röndum; sumstaðar eru einsog stampar af steyptu
járni. Fyrir neðan gigaröðina að vestan er löng sprunga,
og hefir lika runnið úr henni seigfljótandi hraunleðja, svo
barmar hennar eru allir gleraðir af þunnum og þéttum
hraunskánum. Uppi i raufinni, milli eystri og vestri
hnúks-ins, eru og gígir. Úr öllum þessum gígum hafa komið
afar-mikil hraunflóð og eru þar upptök Afstapahrauns, sem
hraunkvíslir frá Máfahliðum hafa siðan runnið saman við.
Afstapahraun hefir fallið niður i sjó milli Hraunbæja og
Vatnsleysu, það er mjög úfið og mosavaxið, en i því litill
annar gróður. Hraunið alt vestan við Dyngjm-anann hefir
sokkið við gosið, liklega 100 til 200 fet. Beint norður af
vestari Dyngjuhnúknum er stór, mjög gamall, rauður gígur.
rúm 70 fet á hæð (halli 25°). Sunnan við þenna gig, milli
hans og vestari hnúksins, er töluverður hiti i hrauninu, þar
koma vatnsgufur upp um ótal göt. Elztu gosin, sem orðið
hafa úr Trölladyngju, hafa komið sunnar, rétt við Sogin.
enda er þar utan i hlíðunum sá urmull af gömlum, stórum
gigum að varla verður tölu á komið; hinir stærstu þeirra
eru 3—400 faðmar að ummáli.

fess er nokkrum sinnum getið i annálum, að
Trölla-dyngja hafi gosið, en oftast er gosið aðeins nefnt, án frekari
frásagna, og oftast, einhver ruglingur hjá rithöfundunum,
sem hafa verið alveg ókunnugir landslagi. Alls er getið
um fimm gos i Trölladyngjum, fyrst 1151. Pá segir svo:
»Var eldur i Trölladyngjum, húsrið og manndauði«. Ar
1188 »eldsuppkoma í Trölladyngjum*.1) Arið 1340 segir
Grisli biskup Oddsson, að eldur hafi verið i Trölladyngjum
og að hraun hafi hlaupið þaðan og niður i Selvog. Að
hraun hafi runnið úr Trölladyngju niður i Selvog. er
ómögulegt, þvi tveir háir fjallgarðar eru á milli, þetta hefir
verið sett af ókunnugleika .þeirra, er skrásettu það, líklega
hefir hraun það, sem þá brann, komið úr
Brennisteinsfjöll-um. I Flateyjarannál er getið um eldgos úr Trölladyngjum

r

’) Islenzkir annálar, bls. 62, 76.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0137.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free