- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
126

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

126

EldfjölL.

1360, »ok eyddust margir bæir i Mýrdal(!) af öskufalli, en
vikrinn rak alt vestur á Mýrar, en sá eldinn af
Snjófells-nesi.« Hér er að öllum likindum átt við Trölladyngju á
Reykjanesi og má vel vera, að samtimis hafi verið eldur
uppi i Austurjöklum. Yeturinn 1389—90 voru viða eldar
uppi á Islandi, þá brann Hekla, Síðujökull og Trölladyngja
og liklega fleiri fjöll. Þá segir Jón Espólin, að Trölladyngja
hafi brunnið suður i sjó og að Selvogi. Hér er sama villan
og við gosið 1340, en það getur verið, að þá hafi brunnið
gigirnir, sem ná frá Trölladyngju og alt suður undir sjó,
vestan við Núphliðarháls, og hraunið myndast, er fallið
hefir niður austan við Isólfsskála. Pá er ennfremur getið
um gos i Trölladyngju 1510. Fjöll hér syðra eru öll svo
eldbrunnin og gigir svo viða, að gosstaðirnir hafa blandast
i hugum manna. Pað er vist, að mörg hraun á
Reykja-nesskaga hafa brunnið siðan á landnámstið, þó ekki sé
gos-anna getið, fátt eða ekkert hefir verið ritað á þessum kjálka
og utanhéraðsmenn hafa verið ókunnir landslagi, margt hefir
þvi fallið úr minni; svo er enn að ibúar sjóplássanna fram
með ströndum Reykjanesskaga þekkja fæstir brunaklungrin
uppi i skaganum og upptök hraunanna.

Norður og vestur af Trölladyngju er alt land niður að
sjó þakið gömlum helluhraunum, sem víða eru uppgróin,
heita þau Almeuningur og Strandahraun, og einstakir partar
hafa sérstök nöfn. Hvaðan hraunbreiður þessar eru komnar,
er enn ekki fullkannað, sumt hefir runnið úr Undirhliðum,
sumt úr Trölladyngju og úr Núphliðarhálsi og ennfremur
úr gigum við Fagradalsfjöll, en varla mun nú hægt að
greina hina einstöku strauma. Upp af Grindavik er löng
röð af eldgígum frá suðvestri til norðausturs, sem kölluð er
E 1 d v ö r p i n, gigirnir eru 30—40 að tölu og er enn hiti í
sumum; hraunið er apalhraun, mjög úfið og nýlegt og afar
ilt yfirferðar. , í hrauni þessu eru á einum stað mosavaxnar
rústir.1) eru miklar eldgosamenjar yzt á Reykjanesi.

») Andvari X, bls 46. Landfræðissaga II, bls. 313. Huld II. bls.

58-60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free