- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
130

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

130

EldfjölL.

komið úr gígum við rætur Bláfjalla. Uppi á heiðunum
heíir Lambafellshraun breiðst út einsog hraunsjór og svo
breiðar kvislir fallið niður á undirlendi; vesturálma
hrauns-ins. sem runnið hefir niður austan við Selvogsheiði, heitir
Djúpadalshraun.

Selvogsheiði er breið og mikil hraunbunga á
undir-lendinu austan við Selvog. Hún er aðeins 580 fet á hæð
og hallinn mjög litill (l—2—3°). A miðri hraunbungu
þessari hafa verið óreglulega aíiöng niðurföll, liklega
nokk-urskonar gigur, sem nú er fullur af hrauni; þar i kring
standa upp hvassar hraunnybbur (15—40 fet á hæð). Hraunin
á Selvogsheiði eru mjög gömul og sandorpin, sumstaðar
dálitill jarðvegur á sandinum, en hraundrangar og
hraun-kúpur uppúr, sumstaðar hellisskútar; á yfirborði eru hellur með
hraunreipum; hraunin úr Selvogsheiði taka yfir mikið
svæði. Upp af Selvogsheiði, utan i halla fjallgarðsins,
er önnur miklu stærri hraunbunga, sem heitir Heiðin
há, hún er mjög fiatvaxin og svipuð Skjaldbreið i lögun
að sunnanverðu, en að norðan stendur hraunbungan utan
i Bláfjöllum og er miklu lægri þeim megin (34. mynd).
Heiðin há er 2030 fet á hæð og efst á henni markar fyrir
gig. sem hefir verið alt að 100 faðmar að þvermáli, en er
nú fullur af hrauni; sunnan við þenna gig eru 2 eða 3
bollar, miklu minni, hálffullir af hrauni; hraunbunga þessi
hallast 2° til vesturs og 3° til austurs, og eins niður að
Selvogsheiði, eru margar og langar gjár i lægðinni, þar
sem þær mætast, og virðist land hafa sigið þar.

Norður og vestur af Selvogi, uppi á Reykjanesfjallgarði,
þar sem Langahlið er að norðan, er eldbrunninn hryggur
með fjölda af gigum, sem heitir Br enniste insf j ö 11, hallar
þeim mjög til suðausturs, og verður stór hraunbreiða milli
þeirra og ásanna, sem ganga suður af Bláfjöllum, vestan
við Heiðina há, og smá hallar þessari sléttu suður að
brún-um, fyrir ofan Stakkavík og Herdisarvik, og þar niður hafa
fallið hraunfossar þeir hinir miklu, sem fyr var getið. Uppi
á Brennisteinsfjöllum og i austurhlið þeirra eru óteljandi
gigir og eru þeir einsog margbrotinn fjallaklasi suður úr,
standa gígirnir viða svo þétt, að ekkert bil er á milli.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free