- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
132

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

132

EldfjölL.

fullt af sprungum og hrauntraðir miklar niður frá gígunum,
sem eru fjölda margir en smáir. Vestan við hraunið er
hamrabelti, sem heitir Xúphlið, þar hefir landið austan við
sigið 210 fet, meðan á gosinu stóð, sést þar i enda
eldsprung-unnar og liálfir gígir standa eftir uppi á hamrabrúninni.
Núphliðarháls er allur ákaflega eldbrunninn,
Trölla-dyngja er i norðurenda hans, en auk þess eru gigaraðir
al-staðar fram með hálsinum; dalurinn milli Núphliðarháls og
Sveifluháls er fullur af hraunum, sem komið hafa úr
Núp-hliðarhálsi austanverðum. og að vestanverðu við hálsinn eru
einnig margar gigaraðir og hafa sum hraun frá þeim runnið
norður, saman við hraun Trölladyngju, en sum suður i sjó,
milli Selatanga og Isólfsskála.

Fuglaskerjum eða Eldeyjum út af Reykjanesi hefir

áður verið lýst (I, bls. 122—124), þar hefir oft gosið á marar-

botni; liggur eldbrunninn hryggur neðansævar langt á haf

út til suðvesturs, í sömu stefnu einsog eldsprungur á

Reykjanesskaga. Hér hefir sjálfsagt oftar gosið en menn

hafa sögur af, en mest kvað þó að eldsumbrotunum á 13.

öld. Fyrsta gosið, sem getið er um. varð 1211, urðu þá

miklir landskjálftar á Suðurlandi og létust 18 menn og féll

alhýsi á fjölda bæjum. í*á fann SörliKolsson Eldeyjar hinar

nýju, en hinar voru horfnar, er alla æfi höfðu áður staðið1).
f

Arið 1226 gaus aftur fyrir Reykjanesi og var myrkur um
miðjan dag: næsti vetur var kallaður sandvetur2), sumir
segja að lika hafi gosið 1231 og ennfremur 12383); 1240 var
eldur f}-rir Reykjanesi, sól rauð og jarðskjálftar miklir á
Suðurlandi4). Arið 1389—90 segja munnmæli að brunnið
hafi hálft Reykjanes og sokkið i sjó, en engin hæfa er i því,
gamalt skjal frá 12705) sýnir, að landslag hefir þá þegar verið
hið sama á nestánni sem nú, með sömu örnefnum. Arið

») Isl. annálar 1888, bls. 123, 182. Biskupasögur I, bls. 144,
145, 503.

•) ísl. ann. bls. 24, 64. 127. 256, 326. Bps. I, bls. 546.

s) ísl. ann. bls. 130, 188, 327.

*) ísl. ann. bls. 131, 188- 89, 256, 481.

s> Dipl. Island. II, bls. 75-76; III, bls. 221.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free