- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
134

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

134

EldfjölL.

þó í nánd. sem ekki beinlinis virðast háðar aðalfjallinu,

bæði i Hekluhraunum sjálfum og utan þeirra. Norður og

austur af Heklu, nærri Torfajökli, eru hrafntinnuhraun þau,

sem áður var ljst, en hvergi sjást menjar þess, að Hekla sjálf

hafi nokkurntima gosið liparitvikri. Kringum og saman við

liparíthraunin á Landmannaafrétti eru einnig blágrýtishraun

nokkur og gígir. Hjá Rauðfossum, suður af Loðmundi, er afar-

stór gamall gigur og sprunga frá honum, fjórðung milu til norð-

austurs. Ur fjallinu Sáta hefir líka komið litil hraunspýja. og stór

gigur norður af Námsfjalli og ems smágigir hjá Tjörfafelli hafa

t

gosið blági’ýtishrauni. A þessu svæði hafa blágrýtisgosin
komið úr sprungum með stefnu frá suðvestri til norðausturs
einsog vant er, en liparitgosin úr þversprungum til
norð-vesturs. Yestur af Heklu, i Pjórsárdal, eru gömul hraun,
sumpart komin úr gigum i dalnum, sumpart samanhangandi
við hin gömlu fjórsárhraun, sem liklega eru komin frá
Veiði-vötnum. í botninum i fjórsárdal er gamalt sandorpið hraun
niður að Þjórsá og eru á dalsléttunni gígir hér og hvar, sem
fjölgar eftir þvi sem neðar dregur, og hefir Fossá brotið
suma í sundur. Um dældina milli Skeljafjalls og
Stangar-fjalls hefir álma mikil úr Pjórsárhrauni fallið niður i
dal-inn og hefir Rauðá skorið djúp gljúfur i hraunið, og er það
mjög uppbelgt og þykt í þrengslunum. Munnmælasögur
segja, að Rauðukambar, liparithrjggur við Fossárdal, hafi
gosið 1343 og ejtt alla bjgð í Þjórsárdal1), en Rauðukambar
eru alls ekki eldfjall, en allar likur eru til þess, að bjgðin
hafi mest ejðst af Heklugosum á 14. öld, liklega helzt við
gosið 1341, en hefir þó ef til vill þá þegar verið nokkuð
úr sér gengin af eldra vikurfalli frá Heklu.2) Bæjarrústlr
margar sjást enn i f’jórsárdal, þar hafa að minnsta kosti
fundist leifar 15 bæja3), þar hlýtur að hafa verið grösug
bygð, áður vikrar ejddu jarðveginn og hann blés upp.

’) Safn til sögu Islands 1, bls. 32-33. Árb. Esp. I. bls. 78.

2) Um þetta hefí eg ítarlega ritað í Andvara XV. 1889, bls. 70-76.

s) Um eyðibygðina i Pjórsárdal befir Brynjólfur Jónsson ritað í
Arbók Fornleifafélags 1884 -85, bls. 38-60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free