- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
136

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

136

EldfjölL.

Háöldu eru jmsir hryggir og fell, meðal annara Melfell,

Langafell, Næfurholtsfjall, Bjólfell, Gráfell, Tindfell o. fl.

Norður af Sauðafelli er Sölvahraun, þar er graslendi nokkuð,

og þaðan i norðaustur Yalafell (2132’) og Valahnúkur (2298’)•

Aðalhryggur sá, sem Hekla sjálf stendur á, er rúmar 4

mílur á lengd, syðst á honum er Selsundsfjall (1794’) og

þar norður af Miðmorgunshnúkur (2174’), en norður undan

Heklu gengur fjallshryggur, 2000 til 2500 feta hár, með

nokkrum hærri tindum, t. d. Rauðuskálar (3098’) og Kraka-

tindur (2776’); slakkar eru á hryggnum fyrir sunnan og

norðan Heklu, með 1800 og 2000 feta hæð yfir sjó. Aðal-

fjallið Hekla er hérumbil li;2 mila á lengd og tæp mila á

breidd, og eftir n)?justu mælingum 1447 metrar (4612 fet) á

hæð1). Rætur Heklu eru að norðan 1400 fet yfir sjó, en að

sunnan 2200 fet. Norðan i fjallinu eru vanalega stórir hjarn-

skaflar, sem i köldum sumrum þekja alla norðurhliðina og

t

hæsta hrygginn, eiginleg jökulmyndun er þar þó ekki. A
Heklu er enginn aðalgigur i vanalegiim skilningi, heldur
geysimikil sprunga eða gjá, sem klýfur fjallið eftir
endi-löngu, og svo hafa myndast stór gosop hér og hvar i gjánni;
mestur hluti sprungunnar er fullur af hjarnsköflum, en hæst
á fjallinu, sunnantil, eru gigaopin auð og þar stiga við og
við gufur úr gjánni. Gígir þessir breytast mjög við gosin;
stærsti gigurinn á efsta tindi er nú (1907)2) aflangur, 300
faðma langur, rúmir 100 faðmar á breidd og 370 fet á dýpt,
en næsti gigur þar fyrir sunnan 170 faðmar að þvermáli og
290 fet á dýpt. Pað er þó ekki aðeins Hekla sjálf, sem

’) Samkvæmt mælingu herforingjaráðsins 1907. Vanalega hefir
Hekla verið talin 4961 fet eftir þríhyrningamælingu O. Ohlsens 1804,
og stendur sú tala á Uppdrætti íslands. Björn Gunnlaugsson mældi
Heklu 1834 og 1846 og fann 4746 feta hæð (Sbr. Landfræðissaga III,
bls. 333), Th. Kjerulf reiknaðist 1850 hæðin vera 4532 fet, en eg mældi
Heklu 1889 og fann 4672 feta hæð og er það næst því sem síðast
hetir fundist. I^að er sannreynt að hæð eldfjalla er mjög breytileg,
við gosin hækka þau stundum eða lækka og milli gosa síga þau tó
eru slíkar mælingar mjög sjaldan svo nákvæmar að fullkomlega hægt
sé að ákveða sannan hæðamismun.

2) Eftir mælingum herforingjaráðsins.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0148.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free