- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
137

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

llekla.

187

gosið hefir, allur hryggurinn, sem hún stendur á, er
eld-brunninn og á honum margir stórir gigir alveg i sömu linu
frá SV. til NA. og auðsjáanlega myndaðir á sömu sprungu.
Suðvestan í Heklu, 2400 fet yfir sjó, er, upp af
Stóraskógs-fjalli, mikill gígur með hrauntröðum suður úr, úr honum kom
hraunið 1766, þaðan í vestur erE-auðalda ogPæluhraun.
Norð-austur af Heklu eru Rauðuskálar, hópur af mjög stórum og
háuni gigum og gigar við Krakatind, en norðvestar gígaröð
i Skjólkviahrauni. Hekla er hlaðin upp af hraunum, ösku,
sandi og gjalli og hefir eflaust hækkað mikið siðan i
forn-öld, hin eldri hraun koma sum beinlínis útúr hliðum
fjalls-ins, sem hefir hrúgast á þau ofan. Hekluhraun taka nærri
yfir 10 ferh. milur og í þeim hraunbreiðum, sem ekki eru nærri
allar komnar úr sjálfri Heklu, eru margir fjallgarðar og
hálsahryggir jafnhliða og eru þar víða gamlar gigaraðir.
Austur af Selsundsfjalli er Trippafjall (2304’) og
Greldinga-fjall, en aðalfjöllin þar fyrir austan heita Va.tnafjöll, breiðir
hálsahnúðar með sanddældum, 2800—3500 fet á hæð, en
norður af þeim eru Rauðfossafjöll (3267’), sem ná norður
undir slétturnar hjá Helliskvisl. Suður af Vatnafjöllum er
Hafrafell, þaðan i austur Laufafell við Markarfljót og
Hrafn-tinnuhraun. Alt er svæði þetta gjörsamlega gróðrarlaust,
sandar, svartir vikrar og ótræðishraun. Hin austlægari af
hraunum þessum hafa komið úr ýmsum gigaröðum, sem eru
litt kunnar. Ymsir hlutar af Hekluhraunum hafa sérstök
nöfn, einkum vestan til.

Hekla er frægust allra eldfjalla á Islandi og hið eina
eldfjall islenzkt. sem almenningur i öðrum löndum hefir
heyrt getið um. A miðöldunum gengu um Heklu allskonar
kynjasögur erlendis1), enda var það eðlilegt, þvi hún gaus
oftast, var nærri bygðum og sást af sjó. Hekla hefir siðan
land bygðist gosið oftar en nokkuð annað eldfjall áíslandi;
i sjálfri Heklu hefir, að menn ætla, 17 sinnum verið eldur
uppi. en auk þess hafa nálægir gigir, ef til vill á hinum
sama eldvegi, gosið 4 sinnum, svo menn vita, og ef þau

’) Mikill fjöldi þeirra er talinu í Landfræðissögu, einkum í 1. hindi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free