- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
139

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hekla.

139

eni líkindi til, að meginbygð i Pjórsárdal haíi eyðst i þessu
gosi. 1389—90 gaus viða á Islandi og lika Hekla, »færði
sig rásin eldsuppkomunnar úr sjálfu fjallinu og i skóginn,
litlu fyrir ofan Skarð1), og kom þar upp með svo miklum
býsnum, að þar urðu eftir tvö fjöll og gjá á milli«. 1436
kum eldur upp í Heklu og er sagt að hann hafi tekið af
18 bæi á einum morgni. 1510, Heklugos 25. júli, með
land-skjálftum og mi.klu gi’jótkasti: þrír glóandi steinar komu i
Vörðufell, nær Helgastöðum, og einn maður rotaðist fyru*
karldyrum i Skálholti af þeim steinagangi. margir steinar
féllu um Holt og Rangárvelli og i Odda komu þrir steinar2).
1554 var eldur uppi i hálsunum norðaustur af Heklu og
sáust þrir gosstólparnir, landskjálftar voru þá miklir. en
tiltölulega litið öskufall. 1578 litið Heklugos með allmiklum
jarðskjálftum. 1. nóvember, en 1597 varð mikið gos, 3. janúar,
þá sáust í einu 18 eldar upp úr fjallinu og gosið varaði
fram í marz, en reykur stóð upp úr Heklu fram um alþing.
Askan barst vestur til Borgarfjarðar. austur til Lóns og
norður i Bárðardal, i Mýrdal var öskulagið meha en i
skó-varp. Um vorið urðu miklir jarðskjálftar i Olvesi. svo bæir
féllu, en hverir í Hveragerði breyttust. 1619 var Heklugos
og landskjáiftar seint i júlimánuði: lagði þá norður myrkur
og mistur svo furða þótti: sandfall kom svo mikið i
Bárð-ardal og viðar, að eigi varð slegið i vikur fyrir sandinum.
Aska úr Heklu skemdi þá tún manna á Færeyjum og hún
barst lika i Noreg norðanverðan. 1636 kom upp eldur i
Heklu, 8. maimán , og varaði langt frani á vetur og gjörði
mikinn skaða þar i kring, þá stóðu 13 eldar upp úr fjallinu.
svo talið varð. 1693 Heklugos 13. febrúar og hélzt
sand-fallið fram i miðjan marz, en mistur og þess á milli eldgos
sáust alt fram i ágúst og fylgdu þvi við og við nokkrar
hræringar. Askan barst alt til Vestfjarða og á Snæfellsnes,
og i Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum tók af haga sakir
öskufalls, smáger aska barst og til Noregs, Færeyja og

*) Skarð eystra í Rangárvöllum, sem ej’ddist að því sagt er 1436.

2) Safn til sögu íslands I, bls. 45.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0151.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free