- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
144

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

144

EldfjölL.

Rauðárdal í Pjórsárdal, sem fyr var getið. Hraunið er mjóst
á þessu svæði. milli Rangár og Búrfells, þar sem heitir
Tröllkonuhlaup i Pjórsá, og eigi meira en fjórðungur mílu
á breidd. Fyrir neðan Búrfell breikkar það aftur mjög
mikið og þekur alla Landsveit sunnan Pjórsár, en hefir
stöðvast af ásunum ofan til i Holtum; siðan heldur það
áfram niður með Pjórsá og niður öll Skeið og Flóa, til
sævar; í Flóanum hefir hraunið orðið að renna vestan við
holtin, sem þar eru austan til, en breiðir sig aftur út fyrir
neðan þau, verður 3^/a mila á breidd og tekur þar yfir land
alt á milli ósanna á Pjórsá og Ölfusá. A Landi er ofan á
hrauni þessu viða móhella. sumstaðar stórir kaflar
upp-blásnir, sumstaðar graslendi. A Skeiðum er víða vall-lendi
grasgefið ofan á hrauninu og allþykkur jarðvegur, i Flóa
víðáttumiklar mýrar. Hraun þetta alt er að minsta kosti
28 ferh. mílur að fiatarmáli. fau eldgos, sem framleiddu
þetta mikla hraun, hljóta að hafa verið ógurleg og hafa
gefið tilefni til mikilla byltinga og breytinga. Hraunin hafa
eðlilega runnið löngu fyrir landnámstið, en eru þó ung,
séð frá sjónarmiði jarðfræðinga, þau hafa þó að öllum
lik-indum runnið löngum tima eftir isöldu, eftir að
Suðurlands-undirlendið var risið úr sjó og þurt. Landslagsbreytingar
hafa litlar orðið siðan, en þegar hraunið rann, hlýtur af því
að hafa hlotist mikil breyting á ám og vötnum þeim, sem
áður voru á undirlendinu.

Eld^os í Mýrdalsjökli. í Mýrdalsjökli eru tvö eldfjöll,
sem gosið hafa, Eyjafjallajökull og Katla, bæði undir is.
Jöklinum sjálfum hefir áður verið lýst, og visum vér til
þess. Eyjafjallajökull hefir gosið tvisvar, svo sögur
fara af, 1612 og 1821. Hinn 12. október 1612 »sprakk fram
Eyjafjallajökull austur alt i sjó. Kom þar upp eldur, sem
sást nær alstaðar fyrir norðan land®.1) Nánari skýrsla er
ekki til um þetta gos, líklega hefir jökullinn gosið á sama
stað sem siðar og jökulhlaupið hefir þá farið niður farveg
Markarfljóts út i sjó. Hinn 19. desember 1821 um kvöldið

*) Annálar Björns á Skarðsá II, bls 64.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0156.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free