- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
149

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eldgos í Vestur-Skaftafellssýslu.

149

en 26. júní s. á. tók Katla að gjósa og stóð gosið í 28 daga,
og gjörði minna mein en mörg eldri gos. Yestan til i
Mýr-dal og undir Eyjafjöilum var öskufallið mest, svo nokkrir
bændur urðu um stund að flýja af jörðum sinum1). Seinasta
Kötlugos hófst hinn 2. mai 1860, hlaupið kom kl. 2 e. h.
en mökkurinn sást kl. 5 e. h. Gosið hætti 27. mai og hafði
verið fremur litið; aska féll til muna aðeins ánæstubæjum,
en mest barst yfir jökla og á sjó út.

Eldgos í Yestur-Skaftafellssýslu2). í
Vestm-Skaftafells-sýslu eru engin há eldfjöll utan jökla, þó hafa þar orðið
stórkostleg eldsumbrot, en gos hafa þar öll komið úr
smá-gigum á jafnsléttu eða úr sprungum. Stærstu og
þýðmgar-mestu gosstaðirnir eru Eldgjá og Skaftárgigir, en auk þess eru
tvær smágígaraðir nær bygðum, sem alls ekki er hægt að
jafna saman við hinar tröllauknu eldgjár á öræfunum.
Rúma milu vestur af Holti á Siðu er gömul gígaröð nærri
Hervararstöðum, með stefnu austanhalt til norðurs (N. 7°A.).
Nyrzti gigurinn stendur uppá heiðarbrúninni, haun er
lang-hæstur, úr blóðrauðu gjalli. og er kallaður Rauðhóll;
niður hjá Holtsá eru þrir gígir minni, og heitir hinn nyrzti
Bunuhóll. Pá er önnur gigaröð fyrir ofan Fljótshverfi,
upp af Bratthálsi, rétt uppi við jökul, sem heitir
Rauð-hólar, stærsti gigurinn er 330 fet á hæð, og innan i honum
annar gígur. Hraunið þar rétt fyrir austan liggur 2075 fet
yfir sjó, nær það alstaðar upp að jökulröndinni, en eigi er
kunnugt, hvort það er alt komið úr þessum gigum eða ef
til vill undan jökli; úr þessu hrauni hafa tvær kvislir runnið,
önnur að vestan niður dal Brunnár, hin austar niður dal
Djúpár; hraunin i Fljótshverfi taka alls yfir tveggja ferh.
milna flatarmál, en á láglendi hafa árnar víða borið i þau
möl og aura.

’) í sóknalýsing Reinis og Höfðabrekku 1840 er sagt: „Fyrir
Kötlugosið 1823 mændi Mýrdalsjökull, frá veginum af Fjalli að sjá,
langt upp yfir Gæsatinda og hæstu fjöll, en seie: svo mjög við gosið,
að úr sama stað sést nú (1840) ekki á hann nema milli fjallanna, mun
hann því lækkað haíá um nokkur hundruð faðma".

2) Utan jökla.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0161.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free