- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
150

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

150

EldfjölL.

Eldgjá á Skaftártunguafrétti nær frá Gjátindi i
Skæl-ingum suður i Mýrdalsjökul og mun líklega vera 4x/2 mila
á lengd, hún hefir rifið sundur fjöll og hamra í beina stefnu
án alls tillits til landslagsins Eldgjá liggur einsog aðrar
eldsprungur á Suðurlandi frá NA. til SY., en er þó eigi
alveg þráðbein, sumstaðar eru á gjánni dálitlar bugður og
hlykkir og sumstaðar slitnar hún á stuttum köflum einsog
titt er með slikar gjár, mjög er hún misbreið og misdjúp á

K. Sapper.

84. mynd. Eldgjá hjá Gjátindi. Nyrðri Ofæra fellur niður í gjána.

ýmsum stöðum. Yið Suðurenda Skælinga er gjáin mest.
hún klýfst upp i Gjátind og liggur þaðan til suðvesturs, milli
Herðubreiðarhálsa og Skælinga, sunnan i
Mórauðuvatns-hnúkum og yfir Svartahnúksfjöll, gjáin kvað hverfa að mestu
leyti efst í fjöllum þessum, en tekur sig svo upp aftur syðst
í þeim, klýfur Svartafell, en er síðan hraunum hulin að
mestu suður að jökli. Nyrzti kafli gjárinnar, næst Gjátindi,
er langhrikalegastur, hann er rúm mila á lengd og er gjáin
þar 4—600 fet á dýpt og viðast 2—400 faðma breið milli

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free