- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
152

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152 EldfjölL.

unum báðum og breið hraunelfa úr syðsta gjáarendanum og
úr eldgigunum þar syðra; þetta hraun hefir breiðst um
slétt-urnar hjá Mælifelli og siðan runnið niður hallann, þar sem
Hólmsá nú rennur, niður hjá Rjúpnafelli og Atley og alla
leið fram i sjó hjá Dýralækjum, vestan við Alftaver; neðan
til er hraun þetta nú mjög sandorpið. Fjöll þau, sem rifnað
hafa sundur, þegar gjáin myndaðist, eru öll úr móbergi, en
mikil hraun hafa gubbast upp á barmana beggja megin, og
eru hraunlögin ofan á móberginu sumstaðar 30—40 feta
þykk. Þar sem Norður-Ofæra rennur austur úr gjánni, fyrir
sunnan Skælinga, er lægð mikil i eystri gjábarminn, sem
hraunið hefir brotist út um, en litlu ofar er á gjábotninum
eldgigahrúgaldur allmikið og hraunbungur og hraundrönglar
i kring. færuhraunin hafa einhverntima i fyrndinni runnið
niður i Skaftárgljúfrið og niður eftir þvi, en mörgum öldum
seinna fyltist gljúfrið algjörlega af Skaftárhraununum 1783.
Gömlu hraunin i Meðallandi og Landbroti hafa að öllum
likindum verið áföst við Ofæruhraunin, hvergi sjást þess
menjar, að þessi gömlu hraun í bygðinni hafi brotist upp
þar neðra. 011 þau hraun, sem komið hafa úr Eldgjá,
lík-lega i einu gosi, taka yfir 12—13 ferh. milur. Gossprunga
jafnstór einsog Eldgjá er hvergi til á jörðunni, það menn
vita.

Þegar Eldgjá gaus, rann, einsog fyr var getið, mikið

hraunflóð úr suðurenda hennar alla leið niður i Alftaver.
t

Oljósar sagnir um þetta hraunflóð standa i Landnámu, þar
segir svo: »Hrafn Hafnarlykill var vikingr mikill; hann fór
til íslands ok nam land milli Hólmsár ok Eyjarár, ok bjó
i Dynskógum; hann vissi fyrir eldsuppkvomu ok færði bú
sitt í Lágey«. *Gnúpr fór til Islands fyrir viga sakir þeirra
bræðra ok nam land milli Kúðafljóts ok Eyjarár, ok
Alft-aver alt; þar var þá vatn mikit ok álftveiðar á.
Molda-Gnúpr seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, ok gjörðist
þar fjölbygt, áðr jarðeldr rann þar ofan, en þá fiýðu þeir
vestr til Höfðabrekku, ok gjörðu þar tjaldbúðir, er heitir á
Tjaldvelli; en Yemundr son Sigmundar kleykis, leyfði þeim
eigi þar vist; þá fóru þeir í Hrossagarð ok gjörðu þar skála,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free