- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
160

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

160

EldfjölL.

sýsluna alla, náði það anstur á Fljótsdalshérað og Firði og
vestur í Svarfaðardal. Askan huldi gras á völlum og i
út-haga svo náði í skóvarp og um tíma tók sumstaðar af
allan heyskap, og »hófar og klaufir rotnuðu á hestum og
fé«. Hlaup það, sem kom i Jökulsá i Axarfirði. gerði mikinn
skaða i Kelduhverfi og ummyndaði hin fornu árrensli.
Stórhlaup, sem komið hafa i Jökulsá á árunum 1655, 1726
og 1729, hafa liklega orsakast af eldgosum á sama stað.

A árunum 1862, 1867 og 1873 voru allstór gos
ein-hverstaðar norðan í Vatnajökli. héldu sumir, að þau hefðu
verið í Kverkfjöllum. en það er alveg óvist, livar þau hafa
verið. Ekki urðu menn varir við hlaup í Jökulsá í
Axar-firði og yfirleitt bar eldinn og mökkinn vestar, gosin 1867
og 1873 voru samfara hlaupum úr Skeiðarárjökli, en gosið
1862 ekki, enda hlytur það að hafa verið mjög
norðvestar-lega i jöklinum (ef til vill við Kistufell). Menn sáu 1862,
30. júni, reykjarmökk úr Vestur-Skaftafellssýslu, langt burtu
i norðausturátt, og hinn 2. og 3. júlí sást hann úr
Rang-árvalla- og Arnessýslum, einkum af Eyrarbakka, og fylgdi
mistur mikið, og öðru hverju heyrðust dynkir. Af
Síðu-mannaafrétti sáu menn þrjá mekkina og bil á milli þeirra að
neðan. Dálitið öskufall varð 2. júli á vestanverðriSíðu og
aust-anverðu Landbroti og Meðallandi með brennisteinssvælu, er
skemdi grasvöxt og tók málnytu úr fénaði. Eldur þessi var uppi
i heilt ár, fram á mitt sumar 1863,1) en vanalega bar litið á
hon-um og aldrei fengu menn að vita með vissu, hvar gosið var.
Skeiðarárjökull hre^^fði sig ekki á meðan á gosinu stóð, en
hann hafði hlaupið árinu áður (1861). Hinn 29. ágúst 1867
barst með norðaustanvindi mikil jökulfýla vestur og suður,
og þann dag og hinn næsta heyrðust viða drunur
neðan-jarðar. Hinn 30. s. m. kl. 7^2 e. m. sáust frá Reykjavík
þrír öskumekkir með eldglæringum yfir Lágafelli í
Mos-fellssveit, eldurinn sást þá í norður frá Skaftafelli í Oræfum
og einnig nyrðra úr Bárðardal, Eyjafirði og Skagafirði.
Ösku rigndi dálítið i Öræfum og Suðursveit og menn urðu

’) Pjóðólfur XIV. 1862, bls. 127-129; XV. 1868, bls. 165-166, 176.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free