- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
161

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Grímsvötn.

161

varir við gosið til hins 5. september; hinn 27. ágúst hljóp
Skeiðarárjökull. Hinn 8. janúar sást reykjarmökkur i norð-

r

austri frá Alftaveri og Siðu og nóttina eftir sást það frá
Reykjavik hérumbil í sömu stefnu og gosið 1867, með
mikl-um eldglæringum. Askan frá þessu gosi dreifðist víða um
land, alt vestur i Laugardal og Grimsnes, norður á
Akur-eyri og Húsavik og austur á Jökuldal, en var hvergi mikil,
mest varð öskufallið í Suðursveit og Mýrum (2 þumlungar),
en i Öræfi og Fljótshverfi kom engin aska. Gosið hætti 13.
janúar, en nokkur mökkur sást þó fram á vor frá Síðu og
Meðallandi.

Yér höfum fyr talið hin helztu jökulhlaup úr
Skeiðar-árjökli á 19. öld, þeim hafa oftast verið samfara eldgos i
Vatnajökli og hafa upptök gosa þeirra vanalega verið fyrir
norðvestan Skeiðarárjökul, liklega rétt austan við Hágöngur
og norður af Grænavatni; nákvæmlega hefir lega
eldvarps-ins eigi verið ákveðin, og enginn hefir þar komið. I fornum
bókam er alloft talað um eldgos hjá (og i) Grimsvötnum,
en hvar þessi Grímsvötn eru, veit nú enginn, hugsast getur
að átt sé við Grænalón hjá Grænafjalli, upp af
Núpsstaða-skógum og að menn af ókunnugleika hafi kallað öll þau
gos, sem urðu hjá Hágöngum eða þar i grend,
Grimsvatna-gos. Hinar óglöggu frásagnir, sem menn hafa um gos á
þessu svæði, virðast benda til þess, að gosstaðirnir séu
fleiri en einn. Þegar gos verða á þessum stöðum, koma
hérumbil altaf hlaup i Skeiðará eða Súlu.

Stundum er þess getið, að Síðujökull hafi gosið, og
getur vel verið að þá sé líka átt við gos hjá Hágöngum.

r

Arið 1389 er getið um gos úr Síðujökli, án frekari
upp-ljsinga1), og ennfremur er getið um mikið gos úr Siðujökli
1753. Frá fjöllunum fyrir ofan bygð í
Vestur-Skaftafells-sýslu mátti sjá eld og reyk hátt i loft upp úr jöklinum.
Hverfisfljót, Skaftá og fleiri ár, er þar hafa upptök sin. uxu

í Árbókum Jóns Espólíns (I, bls. 110) er mjög ruglingslega
getið margra gosa það ár á ýmsum stöðum; höfundurinn hefir eigi
verið vel kunnur landfræði þeirra staða.

11

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0173.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free