- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
163

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vatnajökull.

163

staðar í Yatnajökli, ef til vill i hájöklinum milli Kverkfjalla
og Hágangna. Hinn 15. janúar nrðu menn fyrst varir við
gosið af Jökuldal, þá sáust eldblossar og heyrðust dunur i
suðri, siðan sást gufumökkur við og við á næstu mánuðum
og einna hrikalegastur var hann 22. marz og var hann þá,
frá fjöllum við Jökuldal að sjá, suðvestur af Kverkfjöllum,
voru mekkirnir 4 eða 5 að neðan, en sameinuðust svo i einn
stóran mökk. sama dag sást mökkurinn i hánorðri frá
Sand-felli í Oræfum, og féll þar aska. svo sporrækt varð á auðri
jörð. Hinn 13. marz fór Skeiðará að vaxa, en hljóp hinn
21. s. m.; þó litið bæri a, var eldur þessi all-lengi uppi og
urðu menn hans enn varir eystra i byrjun októbermánaðar.
Seinast gaus hjá Hágöngum 1903, gosið hófst 28. maí með
miklum reykjarmekki og eldglæringum, dynkjum, drunum
og stóru hlaupi á Skeiðarársandi, gosin voru upp frá þvi að
koma við og við með nokkru öskufalli, helst i Oræfum,
eldur þessi var uppi alt það ár og nokkrum sinnum varð
vart við hann á næsta ári.

Uppi i hájöklinum hljóta að vera gosstaðir, sem eru
óþektir, það sést af eldgosatalinu hér á undan. Enginn
hefir farið yfir jökulinn nema W. L. AVatts 1875, hann getur
um stóran gig fullan af snjó, norðaustur af Pálsfjalli, en það
liggur tvær milur fyrir norðan Hágöngur, einnig sá hann
stórt eldfjall, stýfða keilu, mitt á milli Oræfajökuls og
Kverk-fjalla. Segir hann, að jökullinn við fjallið sé þar 4500
feta hár, en fjallið sjálft 1500 fet uppúr snjó, á því
voru stórir hraunhryggir þaktir snjó1). Hvort þessi fjöll
hafa nýlega gosið, vita menn ekki. Oft er getið um gos i
annálum, án þess gosstaðurinn sé nefndur og hafa fiest
þeirra líklega orðið i Vatnajökli, eða í öræfunum kringum
hann. Arið 1225 er kallaður sandvetur; 1332 sást eldur i
austri, nærri um alt land 2. desember, en menn vita eigi
með vissu, hvar hann var, þá var sandfall mikið á Siðu.
1341, þegar Hekla gaus, er sagt að lika hafi verið eldur
uppi i Hnappavallajökli og Herðibreið, og 1510 er einnig
getið um eld i Herðibreið, en það fjall er eigi eldfjall;

*) Landfræðissaga IV, bls. 78—83.

11*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free