- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
177

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sveinagjá.

177

á Jþessu svæði, frá SSY. til NNA. Hinn 18. febrúar 1875
gaus vib vestri gjávegginn í Sveinagjá og síðan héldust gos
á þeirri línu með stuttum hvildum þangað til i
ágústmán-aðar lok. Hraun það, sem myndaðist i gosum þessum, er
nærri 3 milur á lengd, en viðast mjótt, með mörgum öngum
og álmum til hliðanna; hraunið fylti gjána og rann út af
henni á báða bóga; menn hafa gizkað á, að meðalþykt
hraunsins sé 25 fet og rúmtak þess 10 þús. mill teningsfet.
A sömu sprungu (1785 fet y. sj.) gaus þá líka, austur af
Ketildyngju, mynduðust þar margar gjár og hraun litið,

W. v. Knebel.

93. mynd. Eldgígir við suðurenda Námufjalls.

Bláfjall (vinstra megin) og Sellandafjall (hægra megin) í fjarska.

en mjög úfið. Norðurendi Sveinagjárhraunsins liggur 1192
fet yfir sjó, en suðurendi þess um 1500 fet. Hraun þetta er
mestalt úfið apalhraun og gigirnir eru lágir gjallgigir (50
—100 fet), flestir aflangir eftir sprungustefnu og samir eigi
nema hálfir. Eldvörpin ern i þrem hópum; miðgigirnir
gusu 18. febrúar, norðurgigirnir 10. marz, en syðstu
gíg-irnir 4. april og 15. ágúst 1875, hvenær sprungan austan við
Ketil hefir gosið, vita menn ekki. Hraun þetta eyddi nokkru
af beitarlöndum, en annar skaði varð eigi, þvi aska kom
lítil nema i næstu óbygðir.

12

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0189.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free