- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
178

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

178

EldfjölL.

Eldstödvar vid Mývatn. Kringum Mývatn er land alt
ákaflega eldbrunnið, þar eru margir og stórir eldgígir, gjár
og brunaklungur þvi nær alstaðar. Yér höfum áður getið
þess, að Mývatnssveit takmarkast að austan af eldbrunnum
móbergshálsum, sem ná sunnan frá Bláfjalli, norður að
Leir-hnúk og eru fjórar milur á lengd. Við Bláfjall er stór
eld-borg i Selhjallagili og norður hálsahrygginn liggjaf’
rengsla-borgir og Lúdentsborgir, og heitir stór gigur fyrir
sunnan Námufjall Lúdent. Hraunbreiðurnar miklu, suðaustur
af Mývatni, hafa i mörgum gosum komið úr gigaröðum
þessum, nokkuð hraun hefir og runnið úr gigum i miðju
hrauninu, suðaustur af Grænavatni. Suðurhluti hrauna þess-

94. mynd. Nátt-tröllið í Nökkvabrekku við Mývatn.

ara er helluhraun, víða með roksandi, en nyrðri hlutinn er
miklu úfnari með mörgum gjám og kötlum og nálægt
Kálfa-strönd er hraunið fram með vatninu ákafiega umturnað og
með hinum skringilegustu myndum. I þeim hraunum er
meðal annars Nátt-tröllið i Nökkvabrekku, hraunklettur
ein-kennilegur1). Sunnan i Námufjalli eru smágígir mjög
ný-legir, og hafa hraunspýjur i fossum runnið úr þeim niður
milli Jarðbaðshóla, má vera að hraun þessi hafi myndast á
árunum 1724—30. Námufjall er alt sundur soðið af
hvera-gufum, eintómir gróðrarlausir móbergshnúskar og leirpælur
og rýkur [>ar nærri úr hverri skoru, en stærstu brennisteins-

’) íslenzkar þjóðsögur I, bls. 215—216.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free