- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
180

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

180 EldfjölL.

vígt það og blessað; á 18. öld og fyr notuðu margir
sjúkl-ingar þetta gufubað. Vestan i Jarðbaðshólum myndaðist
1725 gigröð með 6 smágigum. og heitir leirsléttan þar fyrir
neðan Bjarnarflag, en gigirnir Bjarnarflagsgígir, þeir
eru hrúgaðir saman úr hraunleðju og gjalli og hraunfroða
kringum opin. Yið gigi þessa er jarðhiti mikill, vatns- og
brennisteinsgufur koma þar úr mörgum holum. Gjár eru
þar viða í kring, merkastar af þeim eru Stóragjá hjá
Reykja-hlíð, þar eru laugar i botni, og Grjótagjá, sem liggur fyrir
ofan bæi austan við Mývatn og er afarlöng. Norðan við
Námuskarð tekur Dalfjall við, þar er viða mjög gróðrarsælt,

Þ Th.

96. mynd. Jarðbaðshólar (vinstra megin) og Bjarnarfiagsgígir

(hægra megin).

lyng og skógarkjarr i hliðunum, en ákaflega er fjallið sprungið
og sumstaðar hefir þar gosið og gígir myndast. I hinni
ej^stri rönd Dalfjalls, þar sem hálsinn er liæstur, er eldgjá
með gígum, sem gusu 20. april 1728, og hefir hraunspýja
þaðan runnið austur af fjallinu. Norðvestan við Sel, austan
við Dalfjall. erHithóll, sundursoðinn af hveragufum, mælt
var að hann hefði gosið, þegar Leirlinúksgosin voru, en
það var raunar aðeins kvisl úr Leirhnúkshraunum, sem
rann niður bak við hann. Dalfjall er breitt til vesturs og
skiftist i marga hryggi, þar er i hallanum að suðvestan,
beint norður af Bjarnarfiagi, dalverpi, sem heitir Hrossa-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0192.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free