- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
183

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Víti.

188

sterka jarðskjálftakippi, sem héldust alt til dagmála, þá gaus
upp öskumökkur mikill vestan við Kröflu, þar sem nú heitir
Viti, með glóandi steinhrið, lék þá alt á reiðiskjálfi af
eld-ingum og jarðskjálftum og fólk flýði af bæjum austan og
sunnan við Mvvatn, því þar rigndi sandi, vikri og
brenni-steinsösku svo mikilli, að huldi alla jörð, viða l1/^ alin á
dvpt; peningur allur flúði langt á burt, þangað sem hagar
voru, en ekki er getið um mannskaða eða gripatjón. Gos
þetta var mjög ákaft, en varaði eigi lengi, en hár
reykjar-mökkur með brennisteinssvælu stóð þó upp af Víti mörg
ár eftir. Hvorki gígurinn, né glufurnar og
brennisteinspæl-urnar þar i kring voru til fyrir gosið og hljóta að hafa

W. S. v. Waltershausen.

98. mynd. Víti við Kröflu.

myndast þá. Eftir nýár 1725 fundust stöðugar
jarðskjálfta-hreyfingar daglega i Mývatnssveit og 11. janúar gaus
Leir-hnúkur i fyrsta sinn; hafði Leirhnúkur áður verið
grasi-vaxinn móbergshryggur óbrunninn. Nú fór gigaröðin að
myndast og frá fyrstu gigunum rann hraun suður með
Pri-hyrningi og kvisl úr þvi austur hjá Hithól. Hinn 19. apríl
s. á. b}rrjuðu gos i Bjarnarflagi, voru þá miklir jarðskjálftar
og jörð sprakk viða; héldust gos og kippir fram á haust,
en harðasti landskjálftinn kom 8. september, er þá sagt að
Laxá hafi þornað upp, en samt komið til aftur. Hraun
kom þá litið úr gígum þessum, en öskufall var mikið og
grjótflug, svo heyskapur brást og tók fyrir silungsveiði i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0195.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free