- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
185

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mývatnskraun.

185

reykur hafi enn sézt úr þeim 1747, og 10. júli 1746 kvað
Leirhnúksgigir hafa gosið með braki og brestum,
jarðskjálfta-kippum og öskufalli. G-os þessi við Mývatn voru yfirleitt
væg i samanburði við mörg önnur gos á Islandi, en þau
stöðu lengi yfir og komu fram á mörgum stöðum; það er
sjaldgæft á íslandi, að eldur sé uppi á sama svæði í meira
en tuttugu ár, en gosin vöktu þó eigi eftirtekt nema stöku
sinnum, þegar ákafinn var óvanalega mikill.

Yestan við Mývatn er alt lika eldbrunnið og er þar
urmull af gigum, þó flestir séu smávaxnir; þar hefir þó eigi

Caroc.

99. mynd. Kirkjan í Re^rkjahlíð.
Brotið helluhraun. H. Hliðarfjall.

gosið svo sögur fari af. Hve margir af gigum þessum og
gigahrúgum eru reglulegir gigii’ og hverjir aukagigir,
mynd-aðir á vatnsþrungnum hraunum, er enn órannsakað, enda er
örðugt að skera úr þvi. Gigirnir austan við Mývatn voru,
einsog fyr gátum vér, oftast í reglulegum röðum frá suðri
til norðurs, jafnhliða fjalladrögunum, sem þar eru, en
gig-irnir vestan við vatnið eru miklu óreglulegar settir,
sjaldn-ast i röðum, oftast i hópum hér og hvar. A gigunum er
ýms tilbreytni i eðli og lögun, sumir eru brattir
hraun-hólar, sumir ávalar gjallhrúgur, sumir gróðurlausir, sumir
grasivaxnir, sumir eru holir að innan, aðrir samanfallnir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free