- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
187

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Reykjalieiði.

187

kvað vera yfir hundrað smágígir, þegar allar holur eru
taldar.

Norður af Mývatnshraunum er annar mikill hraunfláki,
töluvert stærri, það eru hraunin á Reykjaheiði. f*au
hraun eru flest gömul og þekja halla hálendisins milli
Lamba-fjalla og Hrútafjalla, nærri niður að söndunum i Axarfirði,
þau liggja á 1600 til 200 feta hæð yfir sjó. Hinn syðsti
hluti hrauna þessara er enn alveg ókannaður og eldvörp
þeirra eru ókunn. Milli Lambafjalla og Peistareykjafjalla
hafa hraunin sokkið og þar eru margar gjár og sprungur
frá suðri til norðurs, en austan við Þeistareykjafjöll liggja
hraunin 300 fetum hærra. Peistareykjafjöll eru mjög
sundur-soðin af jarðhita og þar eru brennisteinsnámur. Norður af
Hrútafjöllum eru afarmargar gjár i hrauninu og ná þær
alveg niður i Kelduhverfi; þenna hraunkafla kalla menn
Gjástykki og kvað þar hvergi vera fært yfir nema á
ein-um stað.

r

A þessu svæði hafa einnig orðið mörg landsig og margar
gjár myndast i hinum fornu grágrýtishraunum, sem alstaðar
liggja undir hinum nýju hraunum, og útundan þeim að
austanverðu niður að flatlendi i Kelduhverfi. Pannig rennur
Jökulsá i "gamalli hrikalegri jarðrifu, og hjá Svínadal er
einkennilegt landslag með niðurföllum og dröngum, þar eru
t. d. strókar þeir, sem kallaðir eru Hljóðaklettar.
Fræg-ast er þó Asbyrgi, nærri Asi i Kelduhverfi. Par hefir
landspilda sokkið og stendur kringum hana hamragirðing
einsog skeifa inn i yztu röndina á hálendishallanum, en
eyja er eftir i miðjunni, einsog hún hafi verið hnifskorin úr,
hún er þrihyrnd einsog saumhögg, og þverhnýptir hamrar á
tvo vegu; en norður að söndunum hallar henni niður að
jafnsléttu. Hin skeifumyndaða slétturæma i jarðfallinu er
marflöt og lukt 150—200 feta háum hömrum, en opin eru
tvö, beggja megin eyjarinnar. Inni í botni jarðfallsins eru
ennþá snotrar skógarleifar kringum dálitla tjörn. Pess
sjást mörg merki, að sjór hefir fyrrum náð upp i Asbyrgi.

Hin miklu hraun, sem taka yfir norðurhluta Reykjaheiðar,
frá fjöllum niður i Kelduhverfi, munu flest vera komin úr

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free