- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
191

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Landskjálftasvæði.

191

svæði, einkum )fmsa hlufca af hinu mikla móbergsbelfci, sem
gengur yfir landið þverfc, og þeir jarðskjálftar, sem sögur
fara af, hafa aðallega ásótt einstakar landspildur, sem hafa
orðið fyrir hörðustu kippunum, Suðurlandsundirlendið,
Þing-eyjarsýslu norðan til og svæðið kringum Faxaflóa, enda er
i þessum landshlutum undirlagið mest brotið og
sundur-klofið. Uppi i miðju landi eru eldgosin tiðari, en
jarð-skjálftar litlir og sjaldan án gosa.

Faxaflói takmarkast. einsog áður hefir verið l)’st, af
tveim eldbrunnum skögum, Reykjanesi og Snæfellsnesi. og
upp af honum ganga Mýra- og Borgarfjarðar undirlendin, i
kringum þau er fjallabogi af blágrýti með bröttum núpum
niður að sléttlendinu. Faxaflói liggur þannig með
undir-lendum þeim, sem honum fylgja, i grunnri hringmyndaðri
dæld. Reykjanesskagi er ákaflega eldbrunninn og
marg-kubbaður sundur af sprungum og gjám. sem ganga frá
suð-vestri til norðausturs. Fyrir ofan Faxaflóa undirlendin eru
lika, einsog fyr hefir verið á drepið, brestir margir og sprungur,
sem mynda boga á takmörkum fjalla og sléttlendis, og eru
þar viða eldvörp og hverir. Má sjá þess augljós merki, að
öll landspildan hefir sigið og losnað frá blágrýtisfjöllunum,
sem bak við eru. Brestir þeir i jarðarskorpu, sem takmarka
þetta undirlendi, mæta á Reykjanesskaga hinum miklu
elcl-fjallasprungum, er ganga um landið þvert, og hinir mörgu
landskjálftakippir við Faxaflóa, einkum sunnan til, stafa eflausfc
af hreyfingum á þessum brotflötum.

A fyrri öldum hafa menn fáar sögur af
land-skjálftum á þessu svæði. liklega af þvi þeir hafa oftast verið
svo linir, að þeir hafa ekki gert verulegt mein; þó er getið
um harða jarðskjálfta á Reykjanesskaga 1663. Eftir sögn
sira í>o rkels Arngrimssonar i Görðum féllu þá margir bæir
fjær og nær. Kleifavatn, nálægt Krisuvik, minkaði, vatnið
sogaðist svo i gjár neðanjarðar, að nú varð fær vegur fram
með þvi undir klettunum. en áður hafði það náð 300 fet
upp i hamrana. A 19. öld hafa jarðskjálftakippir verið tiðir
á þessu svæði, einkum sunnan til, yzt á Reykjanesi, nálægt
vitanum, og svo kringum Krisuvik; margir allharðir kippir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free