- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
192

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

Landskjálftar.

hafa þó líka fundist í E>eykjavik, einkum á árunum 1860,

1864, 1868, 1879, 1887, 1889, 1899 og 1905, og smáar hræringar

oft endrarnær. Arið 1868 voru landskjálftar tiðir i nóvember

mánuði i Reykjavik og á nesjum, þeir gengu lika yfir

Borgarfjarðar- og Mýrasýslur og náðu austur undir Mýrdals-

sand. 1887 gengu jarðskjálftar viða um Suðurland, en voru

t

langharðastir utarlega á Reykjanesskaga. I Höfnum
fund-ust 40 kippir og margir mjög harðir. Valahnúkur, sem
Reykjanesviti stóð á, klofnaði, og mynduðust þar 3 eða
fleiri sprungur allmiklar og siðar datt 7 faðma langt og 3
faðma breitt stykki framan úr hnúknum; leirhverinn Gunna
breyttist töluvert. Við jarðskjálfta 1879, 1889 og 1905 hrundu
hús í Krisuvik og á Vigdísarvöllum. Landskjálftinn 13.
okt. 1889 gekk yfir alt Faxaflóa svæðið og var allharður
sunnan við Snæfellsnesfjallgarðinn, en fanst varla fyrir norðan
hann; við þenna jarðskjálfta urðu menn lika varir á skipi,
sem var á siglingu fyrir Reykjanesi. 26.—27. febr. 1899
fundust allmargir jarðskjálftakippir við Faxaflóa; kotbær
einn hrundi i Höfnum, en mest gekk á nærri vitanum á
B,eykjanesi, bær vitavarðar og geymslnhús skemdust og
vitinn dálitið; sprunga kom ijörðu við Gunnuhver, 200 faðma
löng, í stefnu frá landnorðri til útsuðurs, sem mikið rauk
úr, en hverinn gaus á að gizka 4 álnir, mjög óreglulega.
Við jarðskjálfta þessa varð einnig vart i Mýrasýslu.

Hinir langmestu og hættulegustu jarðskjálftar á Islandi
hafa gengið yfir Suðurlandsundirlendið, enda er jarðmyndun
þess svæðis svo löguð, að þar hiýtur að vera mjög
skjálfta-hætt. A takmörkum hálendis og láglendis virðast vera
brestir i jörðu á samskeytunum, og auk þess hafa
land-skjálftarnir 1896 sýnt, að jarðskorpan undir láglendinu, að
öllum likindum, er skift i kafla eða stykki með sprungum
á milli, og hreyfingar á þessum jarðspildum orsaka liklega
landskjálftana1). Brestir þessir liggja þó mjög djúpt, svo

Eftir landskjálftana 1896 sýndi eg fram á, að hristingur þessi
lilyti að hafa orsakast af hreyfingu á stórum jarðskorpu-hellum eða
stykkjum og lireyfðist hver spilda sérstaklega við hvern kipp. Petta

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free