- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
193

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Landskjálftar á Suðurlandi.

193

þó lítilsháttar rask verði á sprungumótum niðri i jörðunni,
þá sjást þess sjalclan menjar á yfirborði, en hreyfingar á
stórum jarðspildum, milli sprungna djúpt niðri i jörðu, eru
svo ákafiega snöggar og harðar og erðin svo mikil, sem i
hreyfingu komast, þó sigið sé mjög litið, að höggið, sem
yfirborðið fær, er nóg til að gjöra mikinn skaða. Hekla og
önnur eldfjöll á Suðurlandi standa á sprungum i
jarðar-skorpunni, er allar stefna frá SY. til NA. Pessar sprungur
standa i engu beinu sambandi við hina miklu landskjálfta;
brestir þeir i jörðu, sem takmarka hin einstöku stykki,
liggja alt öðru vísi, það eru þverbrestir yfir
eldgosasprung-urnar og milli þeirra; þó nú hreyfing komist á þessi
jarð-petti, þarf það alls ekki að raska elclfjallasprungum þeim,
sem undir Heklu liggja. Pað er einkennilegt við hina
stærri jarðskjálfta á þessu svæði, að þeir byrja oft austur
frá og færa sig svo vestur eftir, en mismunandi stórar
jarð-spildur komast i hreyfingu við hvern kipp, og
jarðskjálfta-timabilin ná stundum yfir mörg ár.

Snemma er getið um landskjálfta, sem gjört. hafa skaða
og manntjón á Suðurlandi. 1013 urðu landskjálftar miklir
og létust 11 menn, 1104 var landskjálfti i Grímsnesi og
lét-ust 19 menn og 1182 dóu lika 11 menn undirhúsum; 1308
var landskjálfti mikill fyrir sunnan land, svo viða rifnaði
jörð og féllu niður 18 bæir, en 6 menn dóu. Arið 1339
kom landskjálfti svo mikill fyrir sunnan, hinn 22. mai, að
mönnum og fénaði kastaði til jarðar. hús féllu mest, um
Skeið og Flóa og Holtamannahrepp og viðast hið neðra milli
Pjórsár og Eystri Rangár, fjöldi bæja gjörféll og hús
færð-ust úr stað, en nokkur börn og gamalmenni létust. »Jörðin
rifnaði viða til undirdjúpanna, uppsprettandi heitt vatn og

höfðu menn eigi athugað neinstaðar áður, en hafa síðar fundið rök til
svipaðra fyrirbrigða á ýmsum stöðum í Európu og Ameriku. Sbr#
W H. Hobbs: On Some Principles of Seismic Geology. With an
Introduction by Eduard Suess í Gerlands Beitráge zur Geophysik
Bd. VIII, Heft 2. 1907, bls. 231-232 og 246. W. H. Hobbs:
Earth-quakes. An Introduction to Seismic Geology. Nevv York 1907, bls.
157—159.

13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0205.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free