- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
194

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

194

Landskjálftar.

kalt. Hröpuðn fjöll, en hamrar sprungu víða í sundur.
Umhverfðist holt i Holtamannahreppi og færði úr stað.
Menn duttu af baki á vegum og urðu að liggja
meðanland-skjálftinn var. Þá kom upp hver i Henglafjöllum, 10 faðma
á hvern veg, þar sem áður var slétt jörð.« Arið 1391 var
landskjálfti um Grimsnes, Flóa og Olfus, svo að 14bæiskók
niður og dóu undir nokkrir fátækir menn, rifnaði viða jörð
og komu upp vötn, tók þessi landskjálfti alt til
Holtavörðu-heiðar. Stundum fylgdu allharðir jarðskjálftar Heklugosum,
þegar Hekla gaus 1294, urðu svo miklir landskjálftar i
Fljótshlíð og á Rangárvöllum, að jörð sprakk, mörg hús

r (

féllu og týndust menn. I Eyjarfjalli hja Haukadal komu
þá upp liverir stórir, en sumir hurfu, þeir sem áður voru.
Rangá féll þá úr farvegi sinum og braut liús manna. Yið
Heklugosin 1300, 1390, 1510, 1554, 1578, 1597 og oftar
fund-ust harðir kippir og við öll gos hafa fundist einhverjar,
meiri eða minni, hræringar.

r

A 18. öld urðu bygðir á Suðurlandi nokkrum sinnum
fyrir stórskemdum af jarðskjálftum. Arið 1706 fundust harðir
kippir, 28. janúar og 1. april, en mest kvað þó að
jarð-skjálftunum 20. april, þá hrundu niður i Olfusi 24 lögbýli og
að auki hjáleigur margar og alls urðu þar 49 bæir fyrir
stórskemdum, hús hrundu þá líka allviða um neðanverðan
Flóa. Pá hrundi staðurinn i Arnarbæli og 11 hjáleigur þar
umhverfis, i Arnarbæli stóðu tvö hús aðeins og kirkjan, en
hún skektist þó mjög. I Kaldaðarnesi drápust 3 kýr i fjósi,
en fieiri lömdust, alls drápust 13 nautgripir og 12 meiddust.
Fólk flúði nakið upp úr rúmunum og komst sumstaðar út
um þekjuna með smábörn og gamaimenni, ein gömul kona
varð undir viðum og beið bana. Húsin veltust sumstaðar
um, svo undirstöður veggjanna urðu efstar, sumstaðar
sner-ust hey um í heygörðum, svo botninn stóð upp, en torfið
niður. Hræringar þessar stóðu lengi fram eftir vorinu og
varð þeirra vart alt vestur undir Jökul. Arið 1732, hinn
7 september, varð landskjálfti svo mikill á Rangárvöllum að
spiltust nær 40 bæir þar og i Eystrahrepp, lágu menn þá í
tjöldum, því landskjálftinn hélzt nærri i hálfan mánuð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free