- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
197

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lanclskjálftar á Suðurlandi.

197

í þessum jarðskjálfta hrærðist mest þríhyrncl landspilda, er
tók yfir 9 ferh. miiur. Morguninn eftir, hinn 27. ágúst, kl.
9^/a, kom nýr kippur mjög harður og fanst hann einnig um
alt Suðurlandsundirlendið og viðar, en harðastur var hann
í Vestrihrepp, milli Kálfár og Minni-Laxár; það var þvi
aðeins litið svæði, 3 ferh. mílur, sem harðast varð úti i
þessum kipp. I þessum jarðskjálftahviðum hrundu og
skemdust flest hús i þeim héruðum, sem þær gengu yfir og
sló miklum felmtri og óhug á alþýðu, sem eðlilegt var, en

P. Tli.

102. mynd. Svæði þau af Suðurlandsundirlendi, er hristust mest

í landskjálftum 1896.

brátt fóru menn að ná sér aftur og tóku þá að bæta skaðann
eftir megni, því vetur var nærri; veðrátta var þá hin
blíð-asta, svo menn gátu starfað að húsagjörð, en á hinn bóginn
var það mikill hnekkir fyrir sveitir þessar, að menn urðu
að hætta við heyskap allan og hirðingu.

Pá dundu yfir nýjar hörmungar, þvi laugardagskvöldið,
5. september, hristist Suðurlandsundirlendið enn á ný af
voða-legum jarðskjálfta, sem gjörði engu minna tjón en hinir fyrri,
en aðalsvæði hræringanna hafði nú færst vestur á bóginn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0209.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free