- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
198

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

198

Landskjálftar.

Kippur þessi kom, einsog hinn fyrsti, seint um kvöld, kl. 11,

þegar menn voru nvháttaðir, hann var langharðastur um

Skeið, Holt og Flóa, tók hann með fullu afii yfir miklu

stærra svæði en fyrri kippirnir, 13—14 ferh. mílur, og mjög

harður var hann um undirlendið alt. Alla nóttina milli

laugardags og sunnudags, 5.-6. september, fundust ótal smá-

kippir um alt jarðskjálftasvæðið, var Suðurlandsundirlendið

þá á sifeldu ruggi og titringi og komu kippir á milli, sem

fiestir voru smáir. Langharðasti kippurinn kom kl. 2 um

nóttina, var hann allsnarpur viðast hvar i suðursveitum, en

hvergi eins voðalegur einsog i Olfusi, þar gerði hann meira

tjón en nokkur hinna, sem undan voru gengnir. I Olfusi

féllu i þessum kipp 24 bæir til grunna eða því næst, en 20

urðu fyrir stórskemdum. Pá var lán úr óláni, að kvöld-

kippurinn vakti fólk nýháttað í Olfusi, svo allir hlupu út;

hefði fólk, þegar siðari kviðan kom, verið i húsum, hefði

efiaust orðið mikið manntjón, því svo var kippur þessi

harður og snöggur, að varla hefði nokkurt undanfæri verið.

Sú spilda, sem hreyfðist i morgunkippnum, 6. sept., var eigi

nema 3 ferh. mílur að fiatarmáli. Hinn seinasti jarðskjálfta-

kippur, sem skaða gjörði, kom fimtudaginn 10. sept. kl. 11,20

mín. f. h. hann var langharðastur ofantil i Flóa; kippur

þessi gjörði mestan skaða i Hraungerðisprestakalli, þar

skemdust 29 bæir og 17 af þeim mjög mikið. Jarðskjálfti

þessi hafði mikil áhrif á hveri og laugar viðast um undh-

t

lendið, en mest þó á hverina nærri Haukadal. I þessum
kipp var landspildan sem hreyfðist aðeins 2 ferh. milur.

Aðalafi jarðskjálfta þessara gekk viðast út frá
tak-mörkum hálendisins, en þó svo, að hver kippur var bundinn
við vissa jarðspildu, ofarlega á undirlendinu. Landi því, er
jarðskjálftarnir hristu, má eftir styrkleika hreyfinganna skifta
i þrent: 1° ákafar hreyfingar, náðu yfir spildur þær, sem
sérstaklega hreyfðust og fyr var getið, þær voru til samans
tæpar 30 ferh. mílur; 2° harðar hreyfingar, þær náðu um
Suðurlandsundirlendið alt, um 70 ferh. milur á landi; 3°
vægar hreyfingar, fundust um allan vesturhluta Islands frá
Miðfirði og Vatnsdal á Norðurlandi og til austurs i Horna-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0210.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free