- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
203

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lanclskjálftar á Suðurlandi.

203

Mesti jaröskjálftinn á seinni timum i þessum héruðum gekk
yfir Kelduhverfi 25. janúar 1885. Landskjálfti þessi kom
kl. 10,50 min. f. h. og stóð yfir i 2—3 minútur; jörðin
sprakk viða í sundur og gekk í öldum; upp um sprungurnar
gaus viða mórautt vatn einsog háir hverir, marga faðma í
loft upp. A bæjunum við Yíkingavatn löskuðust flest hús
meira og minna. Kippirnir voru svo harðir og þéttir, að
menn gátu ekki staðið uppréttir, duttu hver um annan og
kútveltust, þegar þeir ætluðu að leita dyra. Isinn á
Vik-ingavatni var */2—3/4 alin á þykt; hann brotnaði allur og
hrúgaðist saman i garða; austurhluti vatnsins varð alauður
og israstirnar gengu vestur og jakarnir reistust allavega á
rönd. A söndum, norðvestan við Vikingavatn, gaus
stór-kostlega á þrem stöðum; voru gosstólparnir svartir á lit og
50 til 60 faðma háir; komu gosin i hvert sinn fyrst að
austan og færðust svo vestur; þá mynduðust háir gigir,
sem ýmist skaut upp eða hurfu; það sem upp spýttist var
mest sandur, en þó voru innanum hraunmolar og rauður
leir, sem hér er vanalega undir jarðvegi. A gosum þessum
stóð i 15 minútur. Eftir landskjálftann sáust á sandinum
niðurföll mikil og var hæðarmunurinn 3 álnir við barma,
en i miðju voru holurnar dýpri; stærsta jarðfallið var 60—
70 faðmar að ummáli, hin nokkuð minni; öll voru þau
full af vatni. Töluverðar húsaskemdir urðu þá á bæjum
vestan til i Kelduhverfi, jarðrask og grjóthrun úr björgum.
Arið 1899 fundust oft jarðskjálftakippir viða um
Norður-land og það alt norður i G-rimsey. Pað ár voru hræringar
töluverðar viða um Island, en ekki voru þær svo sterkar,
að þær gerðu mein.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0215.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free