- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
207

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220 Hverir og laugar.

207

stefnu frá SV. til NA , alveg einsog eldgigaraðir, gjár og
gossprungur, enda ræður sú stefna einnig mestu um landslag
i þeim héruðum. I kringum láglendin upp af Faxaflóa eru
hverastefnur aðrar og haga sér eftir brestum þeim i
jarðar-skorpunni, sem liggja í kringum Faxafióa; á Norðurlandi
liggja hverastefnur yíirleitt frá suðri til norðurs, einsog
flestar sprungur þar og dalir, en á Vestfjörðum er stefnan
}fmisleg, en hagar sér þar líka auðsjáanlega eft.ir
sprungu-stefnum fjallanna. Sprungustefna hveranna lýsir sér eigi
aðeins i niðurröðun hinna einstöku hvera um landið, heldur
sést og víða, að hinir einstöku hverir koma upp um rifur i
klettum og jarðvegi, en sumstaðar raða hin einstöku
upp-gangsaugu i hverjum hverahóp sér i vissa stefnu, þó sprungan
eigi beinlinis sjáist á yfirborði. Sumstaðar bullar heitt
vatn upp með blágrýtisgöngum, en þeir eru glufufyllingar,
komnir neðan úr undirdjúpum; þetta sest einna bezt á
Reykjanesi við Isafjarðardjúp og á Reykjaneshverum suður
af Trékyllisvik.

Landskjálftar hafa mjög mikil áhrif á hveri og laugar,
og er það eðlilegt, þvi við bylgjuhreyfingar jarðskorpunnar
lokast sumar rifur og hveragangar, en aðrir gliðna i sundur,
svo vötnin fá aðra rás; sumir hverir hverfa þá, en nýir
koma upp. Við alla mikla jarðskjálfta á Islandi hafa
breyt-ingar orðið á hverum og laugum. Hverirnir kringum Geysi
hafa t. d. oft breyzt. Pegar Hekla gaus 1294, »komu upp
hverir stórir i Eyjafjalli hjá Haukadal, en sumir hurfu, sem
áður voru«. Við jarðskjálftann 1630 »komu upp nokkrir
hverir hjá Haukadal, þeir er ekki voru áður, en sumir hurfu
og þornuðu upp. Stórir hverir hjá Laug, sem ekki höfðu gusað
vatni úr sér nærri i 40 ár, gusu nú oft og tiðum svo
ógnarlega að öll jörðin skalf íkring«. Meðan á
jarðskjálft-unum stóð 1784, gaus Geysir ákaflega, og er sagt að þar í
nánd hafi þá myndast 32 ný hveraaugu, en mörg þeirra
þornuðu brátt upp aftur; 1789 tóku þessir hverir lika mikliun
breytingum og þá tók Strokkur fyrst til að gjósa, en hætti
1896, þegar landskjálftarnir miklu gengu, og margar urðu
þar þá aðrar breytingar. Við Heklugos 1597 hvarf stóri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free