- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
209

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hverir og laugar.

209

hali verið um þá ritað, þá hafa þó ekki aðrir hverir en
Geysir og Strokkur verið nákvæmlega og visindalega
rann-sakaðir. Vatn fárra hvera hefir verið suudurliðað til
efna-skoðunar, en töluverð tilbreyting hlýtur þó að vera á
efna-samsetningu allra hinna mörgu hundraða hvera og lauga á
Islandi. sem koma upp um ýmsar bergtegundir, þó þær
séu skyldar. Kisilvatn er í öllum þeim hverum, sem
rann-sakaðir hafa vera á Islandi, en vel getur verið að aðrar
tegundir alkaliskra hvera séu til, þó menn enn eigi viti það.
Menn hafa sundurliðað vatn úr Geysi, Baðstofuhver og
Skriflu, og er efnasamsetning þeirra að ýmsu leyti ólik og

r

kísilsýru-innihald þeirra dálitið mismunandi1). I þúsund
hlutum vatns er i Geysi 0,5i hlutar kisilsýru, i Baðstofuhver
0,25, i Skriflu 0,i7, auk þess er í hverum þessum örlitið af
ýmsum öðrum efnum (um 20) og er þeim lika ójafnt skift
niður. Af föstum efnum eru alls i Geysisvatni 1,2 pr. M.. í
Baðstofuhver 0.69, i Skriflu 0,52.

Steingjörðarafl islenzkra hvera hefir lengi verið
kunn-ugt og þótti furðanlegt i gamla daga. Kisill sá, er heita
vatnið hefir uppleyst úr bergtegundum þeim, sem það fer
i gegnum, sest úr vatninu, er það kólnar, sumpart af
efna-brevtingaáhrifum, sumpart af áhrifum smáþara og annars
jurtagróðurs, sem i vatninu lifir. Margir hverir hafa hlaðið
undir sig þykkum hverahrúðurslögum og taka
hverahrúðurs-breiður sumstaðar yfir stór svæði, t. d. við Geysir, á
Hvera-völlum og i Hveragerði; sumstaðar eru allstórir hrúðurfletir,
þar sem hverirnir eru horfnir, einsog t. d. í Laugarvalladal
upp af Jökuldal, hjá Leirárlaug, við Laugaland i Hörgárdal.

J. Roth: Allgemeine und chemische Geologie 1. Band. Berlin
1879, bls. 592—593. Ritgjörðir um íslenzka hveri eru taldar í
Land-fræðissögu IV, bls. 171—175 og víðar. Ennfremur um íslenzka hveri,
sérstaklega um lofttegundir í þeim, O. T. Christensen: Nogle
Under-sogelser af de ved de vulkanske Eftervirkninger paa Island
udstrom-mende Luftarter (Tidskrift for Fysik og Chemie. 2. Række. X. Bind.
1889, bls. 225—243). K. Trytz og Tli. Thorkelsson: Undersogelse af
nogle islandske varme Kilders Radioaktivitet. og af Kildeluftarternes
Indhold af Argon og Helium (Oversigt over Vid. Selsk. Forh. 1905,
Nr. 4. bls. 317-346).

14

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0221.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free