- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
216

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

216

Hverir.

hrúðurbreiðunni og þar hafa fyrrum verið miklir hverir,
sem nú eru þurrir, i þessu gili er dálitil vatnssitra úr Blesa,
sem er nokkru sunnar og vestar undir brekkunni, upp af
Greysi. Blesi er stór og mjög fögur, tviskif’t hverskál úr
mjallahvítu hverahrúðri með blágrænu, sjóðandi heitu vatni.
Blesi skiftist i tvær skálar og hrúðurveggur á milli,
barm-arnir skúta fram, kögur og allskonar myndir af mjallahvitu
hrúðri i krystaltæru vatni er mjög fagurt á að líta. Eftir
landskjálftana 1789 gaus Blesi allmikið um stund, það ár
gaus hann 4. eða 5. hverja minútu 30—40 feta háum
vatns-strók með miklu vatnsmegni og hávaða;1) mikill gufustrókur
stóð jafnan upp úr þessum hver fram yfir 1830. Hiti á
yfirborði Blesa var 1897 95 hann gaus dálitið 1896 eftir
jarðskjálftann 10. september, en er nú vanalega kyrlátur
með litilli suðu. Konungshver þar skamt fyrir norðan.
utan i brekkunni, myndaðist í gömlu hverastæði 1896 og
gys dálitið siðan og eins hveraugað Stjarna, þar nærri.
Sunnanmegin við Blesa er hver, sem heitir Fata, eftir
lögun sinni.

Skamt fyrir sunnan Geysi (150 álnir) er Strokkur.

t

A honum er engin hrúðurstrýta, heldur aðeins steinpipa
niður i jörðina, löguð einsog strokkur. Randirnar á þessari
hverahrúðurspipu standa nokkra þumlunga upp fvrir flötinn
i kring; annars sjást þar engin vegsummerki. Strokkur er
að ofan 7 fet og 3 þumlungar að þvermáli, en á 26 feta
dýpi þrengist pipan svo mjög, að hún er aðeins tæpt fet að
þvermáli, en alt dýpi hennar kvað vera 42 fet. Niðri i
pipunni, vanalega á 8—10 feta dýpi, sást, áður en Strokkur
breytti sér, gulmórautt bullandi og sjóðandi vatn. A seinni
hluta 19. aldar gaus Strokkur sjaldan af sjálfsdáðum,
vana-lega var hann fyltur af torfi og moldarhnausum, við það
stöðvaðist gufurásin að neðan, gufurnar söfnuðust fyrir
niðri í pipunni, unz þær gátu kastað af sér farginu. Við
landskjálftann 1789 fór Strokkur fyrst að gjósa, svo menn

’) Transactions of the lío^’al Societ.y in Edinburgh. Vol. 111,
bls. 145.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0228.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free