- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
220

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220

Hverir og laugar. 220

Laugardal eru margir hverir1) og gjósa sumir 3—4 fet, fyr
hafa þeir þó gosið hærra, því Uno von Troil getur þess
1772, að einn þeirra hafi gosið 6—9 feta digri vatnssúlu
18—24 fet í loft upp2). I Kristnissögu er getið um
Reykja-laug i ’Laugardal, þar voru Norðlingar og Sunnlendingar
skirðh", er þeir riðu af alþingi sumarið 1000, því þeir vildu
ekki fara í kalt vatn3). í laugum við Laugarvatn voru lik
Jóns biskups Arasonar og sona hans þvegin, þegar Norð-

r

lingar fluttu þau norður frá Skálholti 1551. Arið 1585 er
þess getið, að hver hjá Laugarvatni hafi horfið4). Hjá
Grrafarbakka, við Minni Laxá, er fjöldi hvera5) með 90
—99° hita, helztir eru þar Básahverir, sem gjósa á vixl,
Vaðmálahver o. s. frv. Hjá Laugarási, holthrygg
spöl-korn fyrir austan Skálholt, við Hvitá, eru jarðhitar miklir og
sjást reykirnir langt að, þar höfðu menn baðlaugar til forna
og þar andaðist Ketill biskup Porsteinsson 1145. A
mó-bergshrygg vestan við Tungufljót er E-eykholtshver, það
er stór hver með 96—98° hita á yfirborði; hann breyttist
töluvert við landskjálftana 27. ágúst 1896, gaus litið áður.
1889 aðeinsl—l72fet. Hverskálin er afiöng, 111/^ fet á lengd
og 478 á breidd, og kemur vatnið með miklu afli upp um
norðurenda. Hverinn var hreinsaður nokkru eftir
land-skjálftana og fengu gosin þá betri framrás; sumarið 1897
voru þau 20—30 fet á hæð, stóðu í 2—5 mínútur og á milli
þeirra var vanalega 4 — 5 minútna hlé. Hverahrúður er litill
við uppvarpið, aðeins dálitil skán á steinum, en suðvestan
við skálina er gömul hverahella. A Syðri Reykjum er
stór hver, sem oft hefir breyzt við landskjálfta6) og víða
eru annarstaðar hverh- og laugar i Biskupstungum. Kringum
Torfajökul eru eigi aðeins brennisteinshverir margir

’) Andvari 1890, bls. 106-107.

-) Uno von Troil: Bref rörande en resa til Island 1772. Upsala

1777, bls. 10.

s| Biskupasögur I, bls. 25.

*) Safn til sögu íslands I, bls. 99, 112.

6) Andvari XV. 1889, bls. 77-78.
•) Andvari XVI, 1890. bls. 103—106.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0232.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free