- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
221

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

220 Hverir og laugar.

221

heldur einnig margir vatnshverir og laugar. Við
upp-sprettur Markaríljóts i Hrafntinnuhrauni koma upp ótal
reykir úr sandinum, bæði i farveg fljótsins og i
hliðarskor-um, og norður af Laufafelli eru tveir stórir hverir i gili í
undirfjöllum jökulsins, með öskri og þyt þeyta þeir úr sér
mikilli gufu. Pá eru laugar miklar norðan við jökulendann,
undir Laugahrauni á Landmannaafrétti1); og við
austur-enda Torfajökuls er Hitalaug, 2008 fetyfir sævarmáli, þar
eru margar vatnsholur með 40—70° hita, en gamlir
hvera-hrúðurshjallar svna. að þar hefir áður verið enn meiri
jarð-hiti2).

Kringum Faxafióa er fjöldi af hverum og laugum, sumt
á víð og dreif, sumt i stórum hópum; mest er af hverunum
i dölunum sunnan Hvitár i Borgarfirði, einkum i
Lunda-reykjadal og Reykholtsdal. Fyrir sunnan Esju eru eigi
allfáar laugar og eru kunnastar þeirra laugar hjá Beykjum
i Mosfellssveit ogLaugarneslaug, sem Reykvikingar nota
til þvotta. A Reykjanesskaga eru miklir jarðhitar, en þar
eru eintómir brennisteuishverú’, sem siðar mun getið. f>á
er Leirárlaug nærri Leirá, fyrir sunnan Skarðsheiði, hiti
hennar var 1883 aðeins 53° C., en þar hafa áður verið
miklir jarðhitar, sem sést á gamalli hverahrúðursbreiðu þar
nærri, sem er 40 faðma löng og 13 faðma breið. I
Leirár-laug varð Arni Oddsson lögmaður bráðkvaddur 1665. I
Lundareykjadal, sem til forna var kallaður Syðri
Reykja-dalur, er norðan ár Reykjalaug (eða Krosslaug), sem
Vestfirðingar voru skirðir í árið 1000, og
Brautartungu-hver, en að sunnanverðu er Englandshver.

I Reykholtsdal er mjög mikill jarðhiti og fjöldi af
hverum og laugum um allan dalinn og kemur hið heita
vatn upp um sprungur i jarðarskorpu, sem fiestar ganga þvert
á dalinn. Hjá Kleppholtsreyk jum (eða
Kleppjárnsreykj-um) neðst i dalnum er hverahrúðursbreiða, 70 álna löng

1) Andvari XVI. 18P0, hls. 88-89.

2) Andvari XIX. 1894, bls. 104. Geogratisk Tidsskrift XII, 1894,
bls. 222—223. lJar er uppdráttur af laugum þessum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0233.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free