- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
225

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hverir á Breiðaíirði. Revkhólar.

225

eru ellefu volgar laugar. Drápsker austara og vestara
heyra undir Hergilsey; norðvestan á vestara skerinu er hver.
kallaður Drápskershver, og fellur sjór út af honum um
stór-straumsfjöru, hann er kringlóttur og fjórðungur álnar á
dýpt, op hans á stærð við tíu fjórðunga pott, i botninum
eru tvö augu, sem yatnið bunar upp um. Fyrir neðan
hver-inn er laug, sem vel má baða sig í. Austar á skerinu eru
nokkrar volgar uppsprettur á klettaflesjum. Norður af
vest-ara Drápskeri er Norðursker og norður af því aftur lágt
sker, þar er fagur hver i klöpp, sem aðeins kemur upp um
stórstraumsfjöru1). Pá eru ennfremur hverir við Sandey,
nærri Flatey, á Urðarhólma og Reykey, þar fyrir
vestan2).

Norðan Breiðafjarðar, i Barðastrandarsýslu, eru
lang-fiestir hverir á Reykhólum; bærinn þar stendur á
malar-hólum og koma þar upp reykir alt i kring. I útsuður frá
bænum, i hólajaðrinum, eru tvær nybbur, sem heita
Hellis-hólar, og að vestanverðu við hóla þessa eru aðalhverirnir,
fyrst Kraflandi (97° C.) og norður af honum Gullhver (90°),
Pjeturshver (85°) og Rúnkhúsahver (91°). .Kraflandi er
kringlóttur bolli í fasta klöpp, tvö fet að þvermáli og tvö
á dýpt, vatnið er sibullandi. en sýður þó aðeins upp á barma;
á miðri 18. öld gaus hverinn við og við 2 álnir i loft upp,
en áður miklu hærra3). Suður og austur með hólunum
heita í’jófahver, Pvottahola, þá Kútjarnarhverir og svo
Hveralækjahverir. Utan i smábarði sunnan i túninu er næst
stærsta hveraþyrpingin, þar er Pvottahver, Berghver og
Grettislaug, en norðaustan við bæinn er Fjóslaug (55°),
þangað er sótt vatn frá bæniun. Fyrir suðaustan bæinn
Grund er Kötlulaug og kippkorn fyrir neðan Reykhóla
heita Einirreykir, heitar laugar í kringlóttum hól. Ymsar
fleiri hvera- og laugaholur eru kringum Eeykhóla. Hólar
þessir í Reykhólalandi hafa allir einhverntima verið í sjó,

’) Olafur Sivertsen: Sóknarlýsing Flateyjar 1840 (Hdrs. Bókmf.).

*) Eggert ólafsson: Rejse gjennem Island bls. 386—388.

3) E. Henderson segir að Kraflandi hafi 1815 gosið 3—4 fet.

15

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0237.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free