- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
229

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hveravellir.

229

Vatnsnesi er laug (73°) i fjörumáli, sem kemur upp með
hálfföllnum sjó. Ennfremur er laug hjá Reykjum á
Reykja-braut, vestur af Svinavatui. Uppi á miðju hálendi suður
af Blöndudal eru þó langmestir jarðhitar og eitt hið stærsta
hverasvæði á Hveravöllum, norðvestan undir Kjalhrauni, en
hálfri annari milu norðar er liver i Beljandatungum,
rýkur þar mikið og vatnið spýtist upp um þrjú göt, sem
liggja i röð til suðausturs.

Hveravellir1) liggja i grunnri laut milli Kjalhrauns
og lágra holta, 2097 fet yíir sævarmáli. Hverir þeir, sem
þar gjósa, eru bundnir við tvær flatvaxnar hrúðurbungur
og er laut á milli þeirra og i henni mýrarsund og
vatns-rensli; vestast i lautinni er dálitil tjörn og frá henni kilar
niður eftir, renna smálænur frá hverunum i þessa kila og
verða að læk, sem fyrir neðan eystri bunguna rennur saman
við annan læk, sem kemur sunnan úr hrauninu, og er þar
dálitill foss. Vestast á vestri bungunni eru mörg smáaugu með
sjóðandi blágráum leir; leirgrauturinn er mismunandi þykkur,
en niðri i jörðunni heyrist sifelt bull og grautarhljóð, hitinn
i holum þessum er viðast 90—95°. Litlu austar er
hrúður-þúfa (nr. 4) hérumbil U/2 fet á hæð, úr henni kemur mikil
gufa upp á milli steina og þýtur mjög í henni, en niðri i
jörðu heyrist sifelt urg, einsog i gufuvél i skipi. Hérumbil
20 álnum austar eru tveir vatnshverir; hinn nyrðri (9) gýs
1 /2 fet í loft upp, opið er mitt i flatvaxinni kisilbungu,
hitinn var þar (1888) milli gosa 70°, en þegar gaus 85°.
A syðra hvernum (10) eru þrjú göt og er stærsta gatið
vestast, þar koma gosin með rykkjum, 4—6 gusur hver eftir
aðra 3 fet í loft upp: þá liggur vatnið niðri 1—2 sekúndur,
en byrjar svo aftur; hin tvö götin herma eftir stóra gatinu.
Syðst i þessari hrúðurbungu er allstór hver (11), skálin er
likust barðastórum hatti með typtum kolli, er snýr niður,
þessi hver gýs 5. hverja minútu 3—5 fet i loft upp, hitinn
er 77°. Rúmar 20 álnir fyrir sunnan tjörnina er bullandi
hver, sem einhverntima hafa verið bornir i stórir hraun-

í Landnámu (III, 7) eru þeir kallaðir Reykjavellir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0241.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free